Það gerðist hratt!!
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Ótrúleg raunasaga Huldu Sigurðar bílstjóra.
Hún ók á gæs á mánudaginn og hún, sko gæsin (blessuð sé minning hennar) fór alla leið inn í bílinn til hennar (Huldu sko)
Hefði Hulda kannski farið sér ögn hægar hefði þetta ekki gerst, og fréttin ekki komið í mogganum.
Og þá hefðum við aldrei fengið að vita af þessu.
Nú er bara að bíða og sjá hvort mogginn komi ekki með fréttir reglulega af þeim sem keyra á fugla í sumar. Það gæti verði dálkur í blaðinu við hliðina á "hverjir voru hvar" dálkinum "þessir keyrðu á fugl".
Fékk gæs inn um bílgluggann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða væl er þetta? Fólk keyrir jú á fugla reglulega en það er ekki á hverjum degi sem fuglinn ákveður að troða sér alla leið inní bílinn.. Allavega hef ég ekki séð það áður..:)
Valbjörn Júlíus Þorláksson, 30.5.2007 kl. 09:54
Væl - ég er ekki að væla yfir neinu, bara að benda á það að ef fuglar sem keyrt er á fara alla leið inn í bílana þá gerist það venjulega hratt og óþarfi að benda sérstaklega á það - svo held ég að konan hafi nú ekki alveg verið á löglegum hraða því svona lagað gerist ekkert á 90 km hraða- það er ljóst
Sverrir Þorleifsson, 30.5.2007 kl. 10:13
Kannski var hún á 90-100 og gæsin var að fljúga á móti henni. Ekki veit ég hvað gæsir ná miklum hraða en ég er ekkert meiri eðlisfræðigúru en þú þannig að ég leyfi því bara að liggja á milli hluta.
Óþarfi að vera að hengja sig á einhverjum smáatriðum. Gæs er nú ekkert smá ferlíki og því ansi skondið ef hún nær að brjóta rúðuna og enda í framsætinu við hliðina á bílstjóranum. Ekkert að þessari frétt. Allt í lagi að brjóta þetta upp með svona fréttum af og til heldur en að vera alltaf að tala um efnahagsvanda Súdan eða eitthvað álíka alvarlegt.
Jon Hrafn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:06
Gæsin flýgur á rúðunni, eða er hún kannski að fljúga á auganu á mér, ætli húsið geti látið sig dreyma, ætli það fái martraðir
Ragnar Ólason, 2.6.2007 kl. 13:39
Tja... gæsir hafa verið mældar á allt að 127km/klst þannig að ef ein slík mætir bíl sem er á 90 km/klst ætti höggið nú að geta verið alveg þokkalegt - 217km/klst myndi nú líklega duga til að rispa framrúðuna lítillega.
Gulli (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 20:17
Hey, ég keyrði á gæs á Bensanum mömmu og pabba "98 og þetta var þvílíkt högg, dúndraðist á framljósið og þaðan á rúðuna og allt í klessu...það kom einmitt í DV þá hehe NOT!!!
Kata Árna! (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 15:31
órúlegt hvað fólk gerir til að koma sér í fjölmiðlana ;) keyrandi á gæsir og allskyns fiðurfénað
Friðjón Árni Sigurvinsson, 7.6.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.