Heimskur,heimskari..Heimsskyr

í dag er föstudagur og líka 13 dagur mánaðarins, ég er ekkert hvumpinn við það.

Og þetta er fínn dagur til að hefja part 2 í hljómplötuútgáfu okkar Heimsskyrs manna.

við félagarnir, ég og Ragnar erum búnir að ganga með þessa plötu nokkuð lengi í maganum - eins og sést á okkurLoL - eða frá árinu 1991 já 16 ár! Og elsta lagið var samið 1988. 

Flest lögin eru frá 1991-1994 held ég og það nýjasta frá 2006 þannig að þetta spannar ansi vítt tímabil og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sem sagt í kvöld ætlum við að byrja að taka upp part 2 af plötuni eða réttara sagt ætlum við að taka allt upp aftur því við tókum allt upp í nóvember í fyrra og náðum ekki að klára allt eins og við vildum gera það, og svo núna í mars fengum við styrk frá menningarsjóði sparisjóðs svarfdæla til verkefnisins og ákváðum að gera þetta þá almennilega og dagurinn í dag er upphafið að töku 2 - Það verða engar mannabreytingar á liðskipan hljóðfæraleikara, sem eru valinkunnir menn héðan úr heimabyggð, Ágúst B. Kárason spilar á bassa og Guðmundur A. Pálmason á gítar auk mín og Ragnars - upptökustjórann sækjum við til ólafsfjarðar og heitir hann Gunnlaugur Helgason.

Þannig að á næstu vikum verum við vonandi komnir með fullorðinn geisladisk og ætlum líklega að reyna að pranga honum inn á fólk með góðu eða illu.

  

heimslogo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ólason

Góð grein, gott lógó og góð hljómsveit.

Ragnar Ólason, 13.4.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Zilly Ratt

Hlakka spenntur til að heyra afurðina, efast ekkert um annað enn að þetta verði meistaraverk.

Zilly Ratt, 17.4.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Hæ Sweepy!  bendi á að ferð snigilsins er nokkuð örugg  - bið að heilsa Bergi bassasnúð og hnykksérfræðing .. hef ekki ennþá heyrt hann spila á bassa en hann hefur hinsvegar leikið á hrygglengjuna á mér heilu snilldarverkin

gleðilegt sumar

Pálmi Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband