Vangaveltur mínar

Máttur auglýsinga er mikill, ótrúlega óspennandi hlutir markaðssettir þannig að fólk bíður í röð eftir að kaupa það. Leikjatölvur, símar, ipod og hvað þetta allt heitir.

Og meira að segja ég sjálfur velti fyrir mér hvort þessir hlutir kæmu sér ekki vel fyrir mig, en oftast næ ég að hugsa rökrétt og tel mig af því að halda að ég þurfi á þessu að halda.

Nú streyma blöð og bæklingar til okkar með allskyns fermingartilboðum, ég veit um marga sem er löngu búið að ferma sem ætla að fá sér ákveðinn hlut og kaupa hann svo þegar fermingartilboðin koma - eru fermingartilboð fyrir alla sem sagt?Tounge

Talandi um mátt auglýsinga þá hef ég séð ömurlegustu auglýsingar allra tíma undanfarið, það eru Dominos auglýsingarnar, brúðu kvikindið þarna og strákurinn, djöfull er þetta pirrandi, og þarna Sjóvá  Almennar "Og síðast en ekki síst Össur Jónatannsson, innilega til hamingju" bara ömurlegt!! 

Svo heldur Coke að þeir séu komir með svarið við pepsi max, coke light virkaði ekki þanning að þeir breyttu nafninu í coke zero og nota nánast sama slagorð og pepsi max,  "alvöru bragð og engin sykur" og nota "ekta bragð og engin sykur" Smakkaði þetta kók zero og finnst það alveg eins og kók light - og coke zero auglýsingarnar eru pest!!!

 

jæja þetta er orðið ágætt í bili 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband