Sannleikurinn?

Craig Bellamy, velski knattspyrnumaðurinn hjá Liverpool, fullyrðir að ekkert alvarlegt hafi gerst í æfingaferð liðsins til Portúgal í síðustu viku. Fullyrt hefur verið að hann hafi slegið félaga sinn, John Arne Riise, í fæturna með golfkylfu í kjölfar þess að sá síðarnefndi neitaði að taka þátt í karókí-keppni.

mbl.is

Já svona segir herra Bellamy frá því, merkilegt hvað svona sögur fara af stað til þess eins að skaða fólk og fótboltalið. Og segir Bellamy að honum hafi ekki verið refsað fyrir "meinnt" golfhögg.

Og ef þetta er rétt sem ég efast um - því spilaði Bellamy þá leikinn? Miðað við að Rafa Benitez átti að hafa sagt hann vera á leið frá félaginu og spilaði ekki meira á tímabilinu - maður spyr sig. 

Riise tjáði sig líka um þetta og mér sýnist sem svo ef marka má þetta að hreinlega sé þetta tilbúningur, hver svo sem átti hugmyndina - þá var þetta að virka miðað við að Liverpool vann Barcelona frekar létt.

Og mér fannst snilld hjá Bellamy að fagna marki sínu með golfsveiflu. 


mbl.is Bellamy: Ekkert alvarlegt gerðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband