danir hrósa okkur!! getum við hrósað þeim fyrir eitthvað?
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
En ætli íslenskum fjölmiðlum detti í hug að hrósa danskri tónlist?
mér finnst eins og öll tónlist sem kemur frá danmörku vera eins og eitthvað grín bara - sjúbbídúa eða hvað hljómsveitin hét - eitthvað djók. Og svo Kim Larsen auðvitað.
Man reyndar eftir Disneyland after dark, DAD heitir hún núna, er hún ekki dösnk?
Svo heirir maður reglulega af einhverjum dönskum böndum sem eru að meika það - en ég man ekkert hvað þau heita.
Danskir fjölmiðlar hrósa íslenskri tónlist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki með tónlistina en þeir gera snilldar sjónvarpsþætti eins og t.d. Örninn og Taxa, Nicolaj og Julie svo eitthvað sé nefnt, þar eru danirnir langt á undan okkur Íslendingum. Svo er nú alltaf gaman að skreppa til Danmerkur .
Helena (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:38
Danir eiga t.a.m Kazmhir og Mew sem eru mjög frambærilegar, nú og ekki má gleyma Sort Sol, sem er eina danska hljómsveitin sem hefur afrekað að tónleikahaldari kippti græjunum þeirra úr sambandi vegna hávaða....... þetta gerðist fyrir ca. 20. árum þegar SS var mjög hrá pönk grúppa. DAD er dönsk, og danir tala alltaf um hana eins og þetta sé mesta þungarokkssveit sögunar, þó flestum öðrum finnist þetta steingelt iðnaðarrokk í ætt við Aerosmith
That´s about it, annað sem baunar gera er nánast allt aumkunarvert síbyljupopp og að mínu mati hundleiðinlegt.
Kveðja af skaga
Einar Ben, 15.2.2007 kl. 17:57
Þegar maður er sjálfhverfur eða lítill með minnimáttarkend tekur maður maður einungis eftir sjálfum sér. Svoleiðis maður hælir ekki eða reynir að kynna sér hæfileika annara.
sveitamadur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 17:57
Mew var eitt af mínum mest hlustuðu böndum 2006. Ekkert skrýtið þar sem þetta er mjög frambærilegt band. Eins hef ég heyrt að The Raveonettes séu nokkuð góð, hef þó ekki gefið mér tíma í að hlusta á þau ennþá.
Björgvin (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 19:41
The Calling eru danskir er það ekki? Ansi seigir
Addi E (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 19:52
fyrir ca 20 árum sló hljómsveit í gegn sem hét Do do and the dodos
S.E.H (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:38
sverrir hvar fékstu þessa þá líka ekkert smá fallegu horrrrmottttu þú ert ekkert smá virðulegur með þett. og æðisleg bloggsíða, og allt í kring um það. ég hlustaði á tónlistina hjá ragga og brjálaðist úr hlátri, þetta er æði hjá ykkur, ég held áfram að fylgjast með ykkur. kv selma frænka á akureyri.
selma sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:59
Danir eiga nú marga góða; poppbandið frábæra Aqua (Barbie girl), Olsen bræður (Fly on the wings of love (þó svo Smuk som et stjerneskud sé óneitanlega fallegri útgáfa af laginu)) og Kim Larsen stendur alltaf fyrir sínu. Svo er yndislegt að syngja á dönsku. Danir hafa líka átt mörg stórgóð Eurovisionlög gegnum árin... en sjónvarpsþáttagerð er samt þeirra sterkari hlið.
dönskudúlla (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:55
Haugur af góðri danskri tónlist......en þar sem að Íslandi er eingöngu spilað Bandarísk og Bresk tónlist, þá eiga danir og aðrar þjóðir ekki uppá pallborðið á klakanum......Enda litið frekar niður á það sem kemur annarsstaðar en frá þessum tveimur Béum.
Mæli með fyrir rokkaðdáendur að kíkja á t.d. www.myspace.com/surfact
Og eins og svo oft áður, þá eiga allir að dásama íslenska tónlist, en við erum ekkert vel að okkur í neinu nema mainstream Brit/USA tónlist, þessvegna er útilokað að eitthvað sé gott sem kemur frá Danmörku ! (kaldhæðni)
Ingólfur Þór Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 00:06
Danir eru svo einstaklega skemmtilegt fólk....það getum við hrósað þeim fyrir!!
Sigrún (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 08:28
Danir eru nú með nokkrar góðar hljómsveitir, ég er að vísu orðinn MJÖG þreyttur á útvarpinu hérna sem spilar bara techno tónlist eða "píku"-popp.
Það má t.d. nefna Nephew, sem er alveg þokkalega góð dönsk hljómsveit: http://www.nephew.dk/
Jóhann Gunnar Jónsson, 16.2.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.