Kom þetta eitthvað á óvart?
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Ég skil reyndar ekkert í því hvers vegna KSÍ var að láta kjósa um þetta blessaða formannsembætti, skítafílan finnst alveg hingað norður af þessu.
Eggert otar sínum tota og endurnýjun í KSÍ hefur verið engin og Eggert vaðið uppi og valið vini sína með sér í þetta - og nú er Geir tekinn við og þetta er ekkert á leiðini að skána neitt . Val á landsliðsþjálfurum undanfarin ár er brandari og það að ráða Eyjólf Sverrisson var rugl, og ráðning Loga og Ásgeirs var vafasöm líka.
Og þetta með launamun karla og kvenna er náttúrulega brandari - það má skv. lögum ekki mismuna kynjum svona - þó svo að KSÍ hafi mestar tekjur frá karlaliðinu.
Ég er á því að það þurfi að hrista upp í KSÍ mafíuni og endurnýja þarf virkilega þarna - ráða jafnvel erlendan landsliðsþjálfara - líka í yngri liðin, sem hefur engin tengsl við félögin hérna heima - þó svo nánast allir A-landsliðsmennirnir okkar spili erlendis þarf þetta að gerast til að öll félög njóti réttlætis hverjir eru valdir í ungri landsliðin
Eflaust eru margir ósammála mér en þetta er mín skoðun og ber að virða hana.
Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.