Er Eggman alveg að missa sig?
Mánudagur, 29. janúar 2007
Fréttavefur Sky greinir frá því kvöld að Charlton hafi hafnað 2,5 milljón punda tilboði frá West Ham í landsliðsmanninn Hermann Hreiðarsson. West Ham leitar logandi ljósi af sterkum varnarmanni en meiðsli hafa hrjáð nokkra varnarmenn liðsins og fyrr í kvöld bárust af því fregnir að Lucas Neill, sem kom til liðsins frá Blackburn í síðustu viku, væri kominn á sjúkralistann.
mbl.is
það eru bara allir orðaðir við Eggman og félaga núna - eitthvað verður að gera til að bjarga liðinu úr þessum drullupitt sem þeir eru í núna - djöfull væri það dæmigert að þeir ynnu Liverpool á morgun.
Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.