meira af júró undankeppni

Ég tjáði mig aðeins um forkeppni júróvision um daginn og ætla að bæta aðeins við það.

Persónulega finnst mér ekki vera hægt að keppa í tónlist - þetta er og verður vinsældarkostning að mínu mati.

Ef ég fengi að ráða þá ætti að flytja öll lögin í einu og velja helmingin áfram og svo flytja þau lög aftur og fækka aftur um helming þangað til að stæðu eftir 6 lög og velja svo eitt af  þeim sem okkar framlag.

Veit einhver hvernig þessu er raðað upp? Hvaða lög eru saman í riðli... 

Þetta er svona svipað og ef króatar,þjóðverjar,spánverjar og frakkar lentu saman í riðli á Hm í handbolta og það kæmust bara 2 lið áfram - og næsti riðiill væri Grænlendingar,Ástralir,Quatar og Argentína lentu saman og 2 af þeim færu líka áfram - það er ekki sangjarnt - eða hvað?

Fyrsta kvöldið fannst mér ekki gott - og ég pikkaði 3 lög út sem mér fannst að ættu að komast áfram en ekkret af þeim var kosið (kannski er ég með svona glataðann smekk)

Næsta kvöld var betra og aftur pikkaði ég út þau 3 lög sem mér þóttu best og ég hafði 2 af 3 rétt þau réttu voru sungin af vini mínum Friðriki Ómari og Jónsa - það þriðja var rokklagið Fyrir þig en lagið sem Eiríkur Hauks söng varð fyrir valinu og ég svosem ekkert ósáttur við það. 

Ekki hef ég heyrt neitt af þeim lögum sem keppa á laugardag en á ekki von á því að það verði mikið betra en verið hefur en ég bíð og vona.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband