jæjajæjajæja....
Mánudagur, 22. janúar 2007
góðan dag
umsátur á dalvík - engin lést, en hefði þetta átt sér stað í usa þá hefði manngreyið verið skotinn og það oft og mörgu sinnum.
já það var skrítið þegar kyrrðin var rofin hérna í litla bænum okkar í síðustu viku, móðir mín tjáði mér að hér væru staddir víkingarsveitar með gráir fyrir járnum og þeir væru við húsið brimnes - ég bý ca 100 m frá því húsi og væri búið að strengja lögregluborða til að loka af svæði sem talið væri hættulegt - efast um að lögreglan eigi svona kúl lögregluborða, hafa örugglega notað borða sem stóð "varúð hitaveitan" eða eitthvað
Ég varð auðvitað spenntur og forvitinn og vildi vita hvað þarna gengi á og eftir gott spjall við heimildar mann minn á msn, Arthur Eggertsson var ég nokkuð viss í hvaða húsi maðurinn var sem hafði hótað að skjóta alla þá sem kæmu nærri húsinu. Og eftir 3 tíma með lögreglu,víkingasveit og forvitna bæjarbúa gafst kauði upp og var allan tíman vopnlaus en átti við geðræn vandamál að stríða.
Skil ekki alveg þessa forvitni í fólki - víkingasveitin og löggan vissu ekkert um hvort maðurnn væri vopnaður eða með sprengju þarna inni en samt hópaðist fólk að þessum "glæpavettvangi" og truflaði störf manna og hvað eftir annað þurfti að reka fólk frá.
Jæja nóg um þetta
Helgin var frábær íþróttalega séð, Liverpool vann Chelsea 2-0 og ísland vann ástrala á laugardaginn, svo á sunnudag unnu Arsenal Man Utd 2-1 og ísland tapaði fyrir úkraínu eins og ég var búinn að spá.
Ég er á því að leikja uppröðun skipti öllu máli í svona móti, þar sem ísland fékk langléttasta liðið í fyrsta leik unnu með miklum mun og öðluðust falskt sjálfstraust, úkraina tapaði með 11 marka mun gegn frökkum sem eru með besta liðið í þessum riðli, ég held að úkrainumenn hafi ekki spilað að fullri getu gegn frökkum til að blekkja íslendingana - og þeim tókst það því það var allt annað lið sem mætti svo íslandi í gær -úkraina er með gott lið - sennilega mikið betra lið en ísland. Og svo í dag verða íslendingar að vinna frakka, sem ég tel óraunhæft - en vona auðvitað það besta.
Hvað er með þessa undankeppni í júróvision? öll þessi 8 lög sem voru flutt á laugardaginn voru léleg!! Og ég pikkaði 3 þau skásstu út en ekkert þeirra var kosið áfram - ég er ekki að halda því fram að mitt val hafi verið eitthvað betra en þjóðarinnar - en ég vona svo sannarlega að þau lög sem eftir er að kynna verði betri og að þetta hafi ekki verið þverskurður af öllum lögunum!
segjum þetta gott í bili
Athugasemdir
Man udt vinnur samt titillinn
Ragnar (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.