Færsluflokkur: Tónlist
Helgin - Söngkeppni
Mánudagur, 16. apríl 2007
Þá er erfið en skemmtileg helgi að baki, við strákarnir í Heimsskyr vorum að taka upp plötuna okkarí annað sinn og segi ég það óhikað að nú tókst mikið betur til. Það verður samt spennadi að hlusta þegar allt verður klárt.
en að því sem ég ætlaði að tala um: Söngkeppni framhaldsskólana - missti af henni á laugardagskvöldið en sá hana í gær þannig að ég tel mig geta tjáð mig um það.
Æj ég veit það ekki - sá reyndar sunnudags kastljósið þar sem "Dalvíkingurinn" Júlli í Höfn var og talaði um hvað við eigum að vera jákvæð sem er auðvitað hið besta mál.
En..
verðlaunasætin í þessari söngkeppni er mér ráðgáta - á hvað var dómnefndin að hlusta? Flutningur Eyþórs var langt frá því að vera sá besti og skólinn sem söng bed of roses ljósárum frá því að vera sá næstbesti - lagið sem var í þriðja sæti átti að vera í öðru og stúlkan sem söng bubbalagið átti að vinna - það er mín skoðun, ég lækkaði stundum og tók jafnvel hljóðið af í sumum lögum. Svona er þetta bara, ég get verið ömurlegur þegar ég tala um tónlist og söng - get fundið að öllu, en ég get sagt að flutningur Eyþórs var betri í seinna skiptið en ekki það góður að hann hefði átt að vinna.
en restina af deginum ætla ég að vera jákvæður eins og Júlli vinur minn og nágranni
Verkmenntaskólinn á Akureyri vann Söngkeppni framhaldsskólanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
tónlistarfélag
Fimmtudagur, 20. apríl 2006
ég er með hugmynd
efitr að hafa velt þessu nokkuð fyrir mér langar mig að tékka á hvort áhugi sé að stofna tónlistarfélag hér í dalvíkurbyggð?
markmið svona félags væri að safna saman öllu tónlistarfólki og áhugafólki um tónlist, tónleikahald og fleira því tengdu.
- halda stóra tónleika árlega - jafnvel að skipa hóp fólks til að semja söngleik
- stuðla að tónleikahaldi með aðkomnum tónlistarmönnum
- halda árshátíð félagsmanna
- jafnvel að skipuleggja ferð á tónleika erlendis
svo má auðvitað gera það sem hverjum dettur í hug, ég ætla að biðja þá sem þetta lesa að commenta á hvort sé einhver grundvöllur fyrir svona félag og líka ef einhverjir eru með hugmyndir um hvað mætti gera.
öppdeit:
var að spá í öðrum menningarfélögum hér í bænum, fá þau ekki alltaf styrki til að gera hitt og þetta? - þá er ég að taka um kórana aðallega - svona félag eins og ég vil setja á stofn gæti hæglega fengið styrki til að framkvæma eða leigja húnsnæði já eða kaupa það sem þarf til að taka upp tónlist og gefa út. Það væri ekkert að því að hafa svona félag hérna í bænum ég er að sjá það betur og betur.
þetta er eitthvað sem bæjarfélag eins og dalvík þarf á að halda.
ps. ef eru hugmyndir um nafn á þennan félagsskap þá má setja þær í komment - og þar sem ég efast um að allir sem hafa áhuga á þessu lesi þessa síðu meiga þeir sem vilja bera þetta út og ljá máls á þessu við þá sem þeim finnst málið varða.
ég vona að þetta fái hljómgrunn og megi verða að veruleika - ekki vantar hæfileikafólk hér í bænum .
Tónlist | Breytt 21.4.2006 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)