Fergie byrjuð að kvarta
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
og bara 2 leikir búnir, sagðist ekki hafa séð atvikið en segir að Ronaldo hafi verið ögrað? hmmm...
Annars verð ég að segja það að staðsetning Steve Bennett dómara var það góð að hann gat alveg metið það hvað gerðist þarna og að reka bjálfann Ronaldo útaf var sjálfsagt hárrétt.
Enska deildin fer bara nokkuð vel af stað svona heilt yfir þó að þessi 2 jafntefli man utd séu þannig lagað óvænt þá geta þeir verið sáttir við 1 stig í gær en Reading áttu þeir klárlega að vinna á sunnudaginn.
Man City með fullt hús og gætu hæglega verið í efri hlutanum í ár, Tottenham slakir í fyrstu 2 umferðum, Everton virka frískir en oft hafa þeir byrjað vel og svo slaknað þegar á líður, Roy Keane byrjar vel með Sunderland, Bolton ekki alveg sama baráttuliðið og síðasta tímabil - Big Sam hefur greinilega náð öllu út úr liðinu þegar hann var með það. Middlesbro klárlega ekki að geta neitt miðað við það sem ég hef séð, Newcastle gæti komið á óvart með marga nýja menn og nýjan stjóra auðvitað, Blackburn gætu alveg náð langt ef lykilmenn þeirra haldast heilir og Friedel stendur sig í markinu, Portsmouth eru með gott lið og vonandi að fallgrýla Hemma Hreiðars skemmi ekki fyrir þeim:)
Arsenal Henry lausir, ekki sannfærandi í fyrsta leik en unnu hann þó, Liverpool, mitt lið unnu Aston Villa 1-2 búnir að kaupa marga nýja leikmenn sem lofa góðu held ég og vona ég að þeir verðir í titilbaráttu til enda - hafa alveg getuna í það held ég.
þessi færsla er engan vegin til að fræða menn um enska boltann heldur er þetta skoðun mín á fyrstu leikjunum og spá um framhaldið hjá viðkomandi liðum.
Ferguson: Ronaldo var ögrað og hann féll í gildruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Enginn klassi en samt...
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
skyldusigur í FRANS, mikið breytt lið frá leiknum gegn Aston Villa um helgina - Voronin og Crouch í framlínunni, stóðu sig vel, sérstaklega var mark Voronin glæsilegt.
Mínir menn ættu ekki að eiga í miklum erfiðleikum að slá frakkana út en við skulum bíða eftir seinni leiknum áður en maður fer að segja þetta eitthvað pottþétt.
Liverpool sigraði Toulouse í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Go amma!!
Mánudagur, 13. ágúst 2007
öll þessi ár í frystihúsinu loksins að skila sér í viðurkenningu
Efast samt um að amma lesi bloggið mitt en ég segi samt: Til hamingju með þetta amma!
Erna Hallgrímsdóttir heiðruð fyrir störf sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann nálgast
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Nú er allt að bresta á, skírn hjá Krúttmundi frænda á eftir, Óðalsmótið í golfi og tónleikar með Blúsbandi Hölla Vals í kvöld á Vegamótum.
Og alltaf bætist við fólk með einhverskonar hýsi meðferðis og það þýðir bara eitt:
Fiskidagurinn mikli nálgast!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru ekki allir í stuði?
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Jæja loks legg ég frá mér golfkylfurnar og ætla að blogga smá fyrir ykkur
Það er allt ágætt að frétta af mér og mínum, Daði og fjölskylda loksins kominn heim - verið velkomin öll!!
Já og ég er búinn að spila dálítið golf síðustu vikur - náði einu af takmörkum mínum í sumar tengdum golfinu - að spila 18 holur. Það gerði ég síðasta mánudag og var á vellinum frá 13:30 - 18:30 minnir mig og náði ágætis skori eða um 111 högg, sem ku vera ásættanlegt fyrir byrjanda í þessu magnaða sporti.
Ég er búinn að fara nokkuð reglulega í golf með Elmari mági mínum, nú síðast í morgun og gekk það þokkalega og fór líka með Daða í fyrradag og týndi hann fleiri boltum en ég hehe...
Og svo er stefnan sett á meira golf bara!!
Það er að koma smá törn í trommuspilaríi hjá mér núna - lítið búinn að vera að spila í sumar en nú kemur vænn pakki - næsta helgi á sigló, og um verslunarmannahelgina líka á Sigló fös,lau og sun úffff!!
Svo auðvitað fiskidagshelgin -þá verður blúsband Hölla Vals með uppákomu - ef hendurnar verða enn hangandi á mér:)
bið að heilsa afa
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
er ekki allt í lagi?
Föstudagur, 20. júlí 2007
dísess, til hvers er fólk að þessu?
Bíða fyrir utan eitthvað og vilja vera fyrstir að fá - skil þetta ekki.
Það hljóta að koma nógu margar bækur í þessa búð, en ef þær klárast verður þetta selt í pennanum eða eitthvað.
Alltaf eru þetta einhver nörd sem liggja úti og bíða, man eftir star wars liði sem lagðist út viku áður en átti að frumsýna einhverja myndina - þetta er sjúkt.
Sofið fyrir utan Nexus í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þetta ekki grín?
Mánudagur, 16. júlí 2007
dísess, erum við íslendingar hamingjusamastir já?
hvaðan fáum við hamingjuna: vegna mataverðs, skuldastöðu heimilanna, bensínverðs, þjóðveganna, kvótaskerðingar, umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eða síhækkandi stýrivaxta seðlabankans?
pælið samt í því hvað við gætum verið hamingjusöm ef landinu væri stjórnað betur - það væri sko hamingja.
jæja nóg um það -
það var samt tóm hamingja hjá mér um helgina, átti að vera að vinna í sundlauginni frá miðvikudegi og fram á sunnudag, og ég mæti galvaskur í það kl 14 á miðvikudag, var reyndar búinn að vera hálf slappur nokkra daga á undan vegna tannvandræða - leið samt ekkert svo illa þegar ég mætti, en eftir það fór allt niður á við. Var þarna í tæpa 2 tíma og kinnin á mér var á góðri leið með að líta út eins og blaðra - eins og ég sé ekki nógu búlduleitur fyrir :)
Fór heim og lá með kælipoka á fésinu og bruddi parkodin forte til að lina þjáninguna, þetta var seinnipart miðvikudags og ég átti ekki tíma hjá tanna fyrr en á föstudag, þannig að ég hringdi strax á fimmtudagsmorgun og sagði við klinik stelpuna (var kurteis auðvitað) að ég væri alveg að drepast og yrði að fá tíma núna eða strax!!! Sem ég svo fékk.
Eftir tannlæknatímann leið mér nú strax betur, en ekkert svo vel samt. Var auðvitað kominn með svaðalega sýkingu í kjaftinn og fékk því sýklalyf og bólgueyðandi og mátti ekki vinna helgina, sem mér fannst gremjulegt þar sem ég bauð mig eiginlega fram í það að leysa af þarna, en svona getur gerst og ekkert við því að gera.
Íslendingar hamingjusamastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
óásættnalegt
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Maður lést er farsími sem hann bar í brjóstvasa sprakk skyndilega. Xiao Jinpeng starfaði við logsuðu í Yingpan járnblendistöð í Gansu-héraði í vesturhluta Kína. Að sögn embættismanna í héraðinu sprakk Motorola farsíminn hans án viðvörunar en Xiao lést síðar á sjúkrahúsi af þeim áverkum sem hann hlaut. mbl.is
menn verða að eiga síma með viðvörun ef þeir taka upp á því að springa - annað gengur ekki
Maður lést er farsíminn hans sprakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Litli frændi kominn í heiminn :)
Mánudagur, 18. júní 2007
Gleðileg tíðindi í fjölskyldunni í dag, Jónína systir mín og Elmar unnusti hennar eignuðust dreng kl. 11:24 í morgun og gekk fæðingin mjög vel. Guttinn er stór og fallegur eins og hann á kyn til og heilsast foreldrum vel. Ég og Stefán fórum á fæðingardeildina eftir hádegið og vorum rosalega stoltir af henni Nínu systur og auðvitað Elmari líka og ég smellti mynd af honum á símann minn og birti hana hér (vonandi með góðfúslegu leyfi foreldrana)
Innilega til hamingju bæði, enn og aftur - þetta er æðislegt!
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
nýtt áhugamál
Fimmtudagur, 14. júní 2007
jæja ég er búinn að fá mér golfsett og þar með kominn með veikina, fór með Elmari mági mínum í golf um daginn og gekk alveg ágætlega miðað við byrjanda - fórum einn hring á vellinum og þegar ég kom heim fékk ég leyfi hjá Ásu minni sem er stödd í Noregi að kaupa mér eitt settið í viðbót, nema að nú var það ekki trommusett, heldur golfsett :)
Golfsettið kom svo í dag og það var alveg spurning um hvor var spenntari að fara á golfvöllinn, ég eða Elmar.
Skráði mig svo í Golfklúbbinn Hamar í dag og er alveg hooked á þessu, sem er bara frábært.
Nú má Tiger fara að vara sig
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)