Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
þessar mömmur alltaf...
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Lögregla kölluð til vegna deilna um tölvunotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ekkert grín að sparka bolta
Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Knattspyrnumaður lést á æfingu í miklum hita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bull eftir því sem ég best veit!!
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Eftir því sem ég best veit hafa Staðarskáli og Brú verið í eigu sömu aðila í þónokkur ár og ekki verið í neinni samkeppni - tek það fram að ég er ekki 100% viss um þetta.
Brú er eiginlega bara sjoppa, ekki með mörg borð og stóla - ef það eru þá borð þar en Staðarskáli er meiri matstofa og með meiri þjónustu - þó hún sé ekki mikil.
Og hvað er verið að blanda þessum Ingó í þetta? Hann ætti bara að taka með sér nesti að heiman og hætta þessu væli.
Og eins og það skipti N1 máli hvað einhver idol drengur segir, þeir hækka þá bara verðið
Sjoppufákeppni hræðir poppara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ekki nema það já..
Föstudagur, 17. ágúst 2007
ætli henni veiti nokkuð af þessum aurum til að kaupa sér föt, hún er alltaf hálf ber stúlkan. Og Beckham á örugglega ekki pening til að láta hana hafa til að dressa sig upp, og gott að vita það að mannvitsbrekkan Viktoría sé að gera allt hvað hún getur til að bæta bandaríska efnahagslífið.
Görl páver!!
Viktoría fær 350 milljóna króna úttektarheimild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einmitt það já
Föstudagur, 17. ágúst 2007
Ógæfusömu einstaklingarnir verða einhversstaðar að vera og að loka vínbúðinni í austurstræti er ekki aðferð til að láta það hverfa, þeir finna sér þá bara annan stað til að vera á - kannski best að hafa þá í kringlunni það er heitt og notalegt allavega, og þar er líka vínbúð
Er svo ekki næsta mál að loka öllum vínveitingagrúsum og verslunum í miðbænum svo að komi örugglega ekkert fólk þangað og Villi geti státað sér af mannlausasta miðbæ í heimi.
Skil ekki alveg þessa pælingu, það er eins og Reykjavík megi ekki vera eins og aðrar höfuðborgir, bannað að vera með nektarstaði , bannað að rónar (ógæfu menn)sjáist eins og sjást í öllum öðrum borgum og bæjum, mismikið reyndar.
Höfuðborgarsvæðið á að vera alveg spes og þessir háu herrar vilja sjálfsagt senda alla sem smell passa ekki inn í umhverfið út á land, þar sem þeir sjást ekki.
Vill vínbúðina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fergie byrjuð að kvarta
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
og bara 2 leikir búnir, sagðist ekki hafa séð atvikið en segir að Ronaldo hafi verið ögrað? hmmm...
Annars verð ég að segja það að staðsetning Steve Bennett dómara var það góð að hann gat alveg metið það hvað gerðist þarna og að reka bjálfann Ronaldo útaf var sjálfsagt hárrétt.
Enska deildin fer bara nokkuð vel af stað svona heilt yfir þó að þessi 2 jafntefli man utd séu þannig lagað óvænt þá geta þeir verið sáttir við 1 stig í gær en Reading áttu þeir klárlega að vinna á sunnudaginn.
Man City með fullt hús og gætu hæglega verið í efri hlutanum í ár, Tottenham slakir í fyrstu 2 umferðum, Everton virka frískir en oft hafa þeir byrjað vel og svo slaknað þegar á líður, Roy Keane byrjar vel með Sunderland, Bolton ekki alveg sama baráttuliðið og síðasta tímabil - Big Sam hefur greinilega náð öllu út úr liðinu þegar hann var með það. Middlesbro klárlega ekki að geta neitt miðað við það sem ég hef séð, Newcastle gæti komið á óvart með marga nýja menn og nýjan stjóra auðvitað, Blackburn gætu alveg náð langt ef lykilmenn þeirra haldast heilir og Friedel stendur sig í markinu, Portsmouth eru með gott lið og vonandi að fallgrýla Hemma Hreiðars skemmi ekki fyrir þeim:)
Arsenal Henry lausir, ekki sannfærandi í fyrsta leik en unnu hann þó, Liverpool, mitt lið unnu Aston Villa 1-2 búnir að kaupa marga nýja leikmenn sem lofa góðu held ég og vona ég að þeir verðir í titilbaráttu til enda - hafa alveg getuna í það held ég.
þessi færsla er engan vegin til að fræða menn um enska boltann heldur er þetta skoðun mín á fyrstu leikjunum og spá um framhaldið hjá viðkomandi liðum.
Ferguson: Ronaldo var ögrað og hann féll í gildruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Enginn klassi en samt...
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
skyldusigur í FRANS, mikið breytt lið frá leiknum gegn Aston Villa um helgina - Voronin og Crouch í framlínunni, stóðu sig vel, sérstaklega var mark Voronin glæsilegt.
Mínir menn ættu ekki að eiga í miklum erfiðleikum að slá frakkana út en við skulum bíða eftir seinni leiknum áður en maður fer að segja þetta eitthvað pottþétt.
Liverpool sigraði Toulouse í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Go amma!!
Mánudagur, 13. ágúst 2007
öll þessi ár í frystihúsinu loksins að skila sér í viðurkenningu
Efast samt um að amma lesi bloggið mitt en ég segi samt: Til hamingju með þetta amma!
Erna Hallgrímsdóttir heiðruð fyrir störf sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann nálgast
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Nú er allt að bresta á, skírn hjá Krúttmundi frænda á eftir, Óðalsmótið í golfi og tónleikar með Blúsbandi Hölla Vals í kvöld á Vegamótum.
Og alltaf bætist við fólk með einhverskonar hýsi meðferðis og það þýðir bara eitt:
Fiskidagurinn mikli nálgast!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)