Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jóla

Upp er runninn Láki og jólin alveg að koma og ég búinn að öllu sem ég ætlaði að gera, kaupa gjafir og þess háttar. Fór suður síðustu helgi í pakkaferð - fórum með gjafirnar og afhentum þær persónulega, gaman að því:)

Daði félagi fluttur heim eftir 11 ára útlegð í Englandi og Serbíu - frábært að fá hann heim, þá getur hljómsveitin Hangóver loks haldið ferð sinni áfram til fræðgar og frama;)

Svo að endingu óska ég öllum sem þetta lesa gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og almenns velfarnaðar í lífinu.

 

Vona svo að ég verði duglegri að blogga hér á næsta ári - stefni á það allavega.

 

lifið heil 


Staddur á Stór Mosfellsbæjarsvæðinu

Langt er síðan ég skrifaði hér en ætla mér að bæta úr því hér.

Eins og kemur fram í fyrirsögninni þá er ég staddur nærri höfðustaðnum, kom á fimmtudag og við hjúin skelltum okkur á tónleika í höll kenndri við laugardal og sáum Rockstar tónleikana, ekki byrjaði það nú vel. Upphitunarbandið Á móti sól sté á svið og hríslaðist um mig kjánahrollur mikill, 6000 manns í höllinni og þeir ekki að ná neinni stemmingu, örfáir kunnu textana og ég engan vegin að fatta til hvers þeir voru þarna, stemming kom þegar þeir spiluðu part af bítlalaginu hey jude - þá söng fólk loks með.

Næstur kom á svið Josh Logan og spilaði hann nokkur frumsamin lög - alveg ágætur bara.

Þá var komið að því Húsbandið mætti á svið og þvílíkur kraftur!!! Hef aldrei orðið vitni að öðru eins..sjitt maður!! Dilana,Toby,Storm og Magni skiptust á að syngja lög sem þau slógu í gegn með í þáttunum góðu í sumar. Á móti sól hljómuðu bara eins og óæft bílskúrsband miðað við snillingana í Húsbandinu og stemmingin frábær.

Svo í gær tókum við pakkann á þetta, IKEA,Smáralind og allt sem því fylgir að vera sveitamaður í borginni.

segjum þetta gott í bili bless 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband