Staddur á Stór Mosfellsbæjarsvæðinu

Langt er síðan ég skrifaði hér en ætla mér að bæta úr því hér.

Eins og kemur fram í fyrirsögninni þá er ég staddur nærri höfðustaðnum, kom á fimmtudag og við hjúin skelltum okkur á tónleika í höll kenndri við laugardal og sáum Rockstar tónleikana, ekki byrjaði það nú vel. Upphitunarbandið Á móti sól sté á svið og hríslaðist um mig kjánahrollur mikill, 6000 manns í höllinni og þeir ekki að ná neinni stemmingu, örfáir kunnu textana og ég engan vegin að fatta til hvers þeir voru þarna, stemming kom þegar þeir spiluðu part af bítlalaginu hey jude - þá söng fólk loks með.

Næstur kom á svið Josh Logan og spilaði hann nokkur frumsamin lög - alveg ágætur bara.

Þá var komið að því Húsbandið mætti á svið og þvílíkur kraftur!!! Hef aldrei orðið vitni að öðru eins..sjitt maður!! Dilana,Toby,Storm og Magni skiptust á að syngja lög sem þau slógu í gegn með í þáttunum góðu í sumar. Á móti sól hljómuðu bara eins og óæft bílskúrsband miðað við snillingana í Húsbandinu og stemmingin frábær.

Svo í gær tókum við pakkann á þetta, IKEA,Smáralind og allt sem því fylgir að vera sveitamaður í borginni.

segjum þetta gott í bili bless 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáumst fljótlega.

Kveðja

ZillyRatt 

ZillyRatt (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 09:29

2 identicon

Sæll Sverrir,þetta er Ella Rósa. Hver er Josh Logan? kannast við nafnið eða er þetta kannski bróðir Johnny Logan? Geðö babí rokkin :)  Svaraðu mér plíííís....     geðö...

Ella Rósa (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 12:27

3 identicon

ekki  er Josh bróðir né neitt skyldur Johnny Logan, hann var í Rockstar supernova geðööö beibí... rockin

Sverrir (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 22:35

4 identicon

takk elsku karlinn,ég horfði á alla þættina en man ekki eftir mannandskotanum !! Ekki var þetta asninn sem var alltaf dillandi hausnum eins og fífl? 'eg man bara að ég hugsaði að hann og Magni væru fyndnir saman á sviði alltaf með hausana á botni.

Ella Rósa (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 02:16

5 identicon

jú hann dillar hausnum meira en góðu hófi gegnir, voru flottir saman hann og magni að dilla saman, svo kom Dilana og Dillaði með þeim geðööö

Sverrir (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband