Einmitt það já....

ég er nú trommari og hef verið nokkuð virkur spilari undanfarin 20 ár og ekki get ég sagt að ég sé í einhverju sem heitir topp form, enda snýst trommuleikur að mestu leiti að gera hlutina eins áreynslulaust og hægt er - mesti misskilningur sem foreldrar gera er að senda ofvirk börn sín að læra á trommur, því trommuleikur byggist upp á miklum aga og fjarri því að vera einhver útrás eins og fólk virðist halda.

Þó að líkamlegt form mitt sé kannski ekki það besta er ég í góðu spilaformi og fer nokkuð létt með að spila 4-5 tíma ball þar sem lítið er stoppað milli laga.

samkvæmt mínum kokkabókum er þessi könnun ekkert nema bull - og trommarar eiga að vera þéttirGrin


mbl.is Trommuleikarar með svipað þol og íþróttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat það sem ég var að hugsa. Er trommari sjálfur. :)

En þetta með einhverfa er held ég ekki rétt. Það er gott fyrir einhverfa að hafa eitthvað uppbyggilegt að gera og tónlistaiðkun er eitt af því. Það er jú góð hugarþjálfun og útrásin snýst ekki um hamagang endilega. :)

Baldur Pan (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Já en Sverrir minn hún dóttir mín var stundum pínu þreytt eftir trommutíma hjá þér  síðasta vetur. Ég er ekki trommari en ég held að þetta hljóti að vera erfitt,  þú ert bara orðin svona vanur enda  algjör töffari sko

Kv Ásta

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Þórarinn Guðmundsson

Ja einn uppáhaldstrommarinn minn er Vinnie Paul, og hann er nokkuð þéttur að vexti ásamt því að vera þéttur trommuleikari í nokkuð þunku rokki.

Svo til samanburðar þá er nokkuð horaður gaur að nafni Jimmy Chamberlin sem spilar með Smashing Pumpkins, hann finnst mér hinsvegar spila tiltölulega áreinslulaust meðað við Vinnie, þrátt fyrir að vera hugsanlega töluvert flóknari trommuleikur.

En þar sem ég er gítarleikari, þá svitna ég við að rembast við að halda takti bakið bumburnar og hef lítið vit á trommuleik :)

Þórarinn Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 16:21

4 identicon

Smá spurning,geturu trommað Subdivisions með Rush?Ég kann bara að tromma We will rock you hehehe,voða erfitt:)

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:40

5 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

athugasemdum frá fólki sem skrifar ekki undir nafni verður eytt, enda voðalega litið að marka það

Sverrir Þorleifsson, 23.7.2008 kl. 19:53

6 identicon

Takmarkalaus ósvífnin í sumu fólki og sérstaklega þeim sem eru með dólgshátt og þora ekki að koma fram undir nafni.Kjúklingar!!!

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tek undir með Bryju... geturðu spilað Subdivisions?

Ef trommarar eiga að vera þéttir hlýtur Haddi í Dalton að vera besti trymbill landsins. Samt er Neil Peart betri og hann er þvengmjór.

Ingvar Valgeirsson, 24.7.2008 kl. 10:27

8 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Svo ég svari þessu með Subdivisions þá hugsa ég nú að ég geti spilað það, hafði reyndar ekki heyrt það fyrr en rétt áðan. Nokkuð skemmtilegt trommuspil þarna á ferðinni, þyrfti að æfa það smá hehe

Sverrir Þorleifsson, 24.7.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband