jákvæður en samt ekkert mjög...
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Jæja þá er þessi fimmtudagur upp runninn, og allt að gerast hér í júróvísíon þorpinu okkar hér á Dalvík.
Ég er samt ekkert að missa mig í þessum látum, en vona auðvitað að lagið okkar komist nú loksins áfram, það eru nú 50% líkur á því og auðvitað eru líka 50% líkur á að við komumst ekki áfram - þetta er eins og að kasta krónu 50/50 líkur, krónan gæti þess vegna svikið okkur og ég held að evran væri traustari.
Það er samt held ég ómögulegt að segja til um þetta, atkvæðin í þessum forkeppnum falla oftast furðulega - þó við séum með gott lag, þá er Evrópa með allt annan smekk fyrir lögunum í evróvision.
Já sumir geta sagt að ég sé ekki nógu jákvæður og hafi ekki trú á þessu, það má vel vera en ég breytist ekkert þó að sveitungi minn og vinur; Friðrik Ómar sé að taka þátt.
This is my life er lag sem ég mun seint setja í spilarann hjá mér og hlusta á, þannig er smekkurinn hjá mér hreinlega.
Horfi samt á þetta í kvöld og reyni að vera jákvæður og trúa því að þetta fari allt vel.
Þrjár mínútur til þess að slá í gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.