Ef og hefði
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Já þá er tímabilinu formlega lokið hjá mínum mönnum og óska ég Chelsea til hamingju með að vera komnir í úrslitin, það bara hlaut að koma að því að þeir kæmust í gegn um undanúrslitin.
En ekki var það létt, Liverpool veittu harða keppni og hefðu átt að fá vítaspyrnu í framlengingunni en því miður var ekkert dæmt, kannski hefur dómarinn haft orð Alex Ferguson í huga þegar hann sagði að ekki ætti að dæma víti í mikilvægum leikjum þegar lítið væri eftir, og líka fannst mér uppbótartíminn heldur snauður, svo ég haldi áfram að vitna í Ferguson.
Ég nenni ekki að pirra mig á þessum úrslitum og get alveg unað Man Utd og Chelsea að komast þangað sem Liverpool kallar sitt annað heimili - um að gera að leyfa fleirum að vera með
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll, var samt að vona að okkar menn myndu mætast í úrslitum, þá hefðum við fengið okkur öl saman. Það verður þá bara að bíða betri tíma, þ.e. ölið.
Ragnar Ólason, 1.5.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.