ljótt ef satt er

Hversu fáránlegt er það að fréttastöðin NFS rukki sveitafélögin um stórfé fyrir að fjalla um kosnigarnar í vor?  Það er s.s. búnir 2 fundir, á Akranesi og Árborg og þau sveitarfelög líklega þurft að borga væna fúlgu fyrir það.

Las það í dag að Mosfellsbær neiti að borga NFS fyrir að fjalla um bæjarpólitíkina hjá sér og afþökkuðu borgarfund, sem mér finns alveg rétt. Þú rekur ekki fréttastöð með því að rukka fyrir allar fréttirnar eða það sem fjallað er um á stöðinni.

Veit samt ekki fyrir víst hvort þetta sé sannleikur eða hvað, en ég sá Dalvíkurnafnið skrolla yfir skjáinn í kynningu hjá NFS og velti fyrir mér hver borgar brúsann og hvað það kostar að fá þessa "þjónustu" 

auðvitað væri gaman að taka þátt í borgarafundi með frambóðendum héðan en þarf að sjónvarpa því? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú soldið cool

Addi E (IP-tala skráð) 12.4.2006 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband