Þetta líf þetta líf...
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Jæja þá erum við búin að kjósa okkur lag til að taka þátt í Evróvision sem fer fram í Serbíu þetta árið. Friðrik Ómar og Regína Ósk fara með lagið This is my life sem mér fannst bara allt í lagi í nýjum búningi og á ensku - voðalega erlendis eitthvað:)
2. Sæti náðu loftbelgirnir í Mercendes Club hefðu kannski átt að æfa sig meira í að syngja lagið frekar en að níða niður aðra keppendur síðustu dagana - stelpan sem söng lagið var pípandi fölsk og framkoman langt frá því að vera það sem Gillz hélt fram í viðtali á bylgjunni um daginn, greinilega búið að skipuleggja markaðssetninguna 100% en gleymdist alveg að æfa sönginn, enda einhverjir aðrir búnir að sjá um bakraddasögnin í undankeppninni.
og númer 3 var Dr. Spook í gulu búningunum, töff atriði og ég hefði alveg viljað sjá það lag áfram en kannski er komið nóg af gríni í þessari keppni í bili - og þetta með serbnesku sjómennina var fyndið þar sem útgerð er lítið stunduð í Serbíu þar sem landið liggur hvergi að sjó.
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.