Liverpool náði jafntefli
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Fyrirsögnin á þessari frétt er engan vegin rétt hjá mbl.is - því Luton náði ekki jafnteflinu við Liverpool, heldur voru mínir menn frá bítlaborginni svo lélegir að engin leið var að sjá hvort liðið væri í úrvalsdeild og hefði nægt fjármagn milli handa til að kaupa sterka leikmenn.
En Luton er gjörsamlega á kúpuni, eru búnir að vera í greiðslustðöðvun í rúma 2 mánuði held ég, og ekki getað borgað þessum hetjum sínum laun sem saumuðu svo að prímadonnum Liverpool að skömm var að sjá þessa menn sem skortir ekkert nema það að hafa einhvern áhuga á að spila fótbolta.
Rafa má fara til fjandan mín vegna - hann er ekki að ná tökum á þessu liði, hann virðist vera góður í að brjóta leikmennina niður með þessu bjévítans skiptikerfi sínu, svo þoli ég ekki að hann skuli ekki fagna í þessi fáu skipti sem hann hefur tækifæri til - frekar skrifar hann eitthvað plan til að brjóta niður þann sem skoraði eða að hann hvíli í næsta leik.
En það jákvæða í þessum leik er að Luton fá annan leik á Anfield og geta kannski bjargað fjármálunum eitthvað.
Luton náði jafntefli við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.