Áramótaskaupinu frestað líka?

Mikið fárviðri á að geysa samkvæmt veðurspá á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og mér kemur ekki á óvart að engar brennur verði þar, og heyrst hefur að fresta eigi áramótaskaupinu líka vegna veðurs. Annars finnst mér þessar brennur alveg meiga missa sín, sérstaklega inni í miðjum bæ eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu.

Asnalegt að kveikja í spítnabraki og hópast í kring um það eins og fífl, en það er jú bara mín skoðun. Ég hef ekki verið viðstaddur brennu í 20 ár og finnst ég ekkert vera að missa af neinu.

Spáin fyrir minn landshluta er ágæt og hér verður brenna austur á sandi með púkum og öllu tilheyrandi og svo skýt ég upp nokkrum flugeldum til að kveðja árið 2007 og býð 2008 velkomið í leiðinni með jákvæðum hug og ætla að reyna að gera betur á nýja árinu, spila meira golf og horfa ennþá meira á íþróttir í sjónvarpinu, enda af nógu að taka á árinu 2008.

Sendi hér með hugheilar nýjarskveðjur til allra sem ég þekki og ekki þekki líka til þeirra sem ég þoli og þoli ekki - allir fá kveðju frá mér - njótið vel!

Sverrir 


mbl.is Engar brennur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Er ekki bara málið að finna barnið í sér eða brennuvarginn og njóta eldanna meðan þeir brenna mæli með því að um næstu áramót klæðir þú þig upp í púkagallann og skundir af stað austur á sand, syngir nokkur áramótabrennulög og hleypir töfrum næturinnar inní sálina, aldrei að vita nema alvöru álfkonur og kóngar birtist þér og eyði með þér nóttinni. Eigðu góð áramót og yndislegt ár með mörgum ævintýrum og lágri forgjöf

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 1.1.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband