létt hjá Liverpool
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Ég sá mína menn skeina franska liðinu Marseille í gær, bjóst svo sem alveg við sigri Liverpool en aldrei átti ég von á því að sjá frakkana svona lélega, þeir áttu góða möguleika að komast áfram úr riðlinum, en nei þeir áttu við ofurefli að etja.
Réttilega dæmd vítaspyrna í upphafi sem Gerrad fékk, klikkaði reyndar á henni en fylgdi henni vel eftir og frakkarnir voru nánast hættir.
Fernando nokkur Torres skoraði síðan gull af marki og tróð sennilega enn betur upp í þá sem efuðust um hvernig hann kæmi til með að standa sig hjá nýju liði. Þvílíkur snillingur sem þessi drengur er og á bara eftir að verða betri.
2-0 í hléi
Dirk Kuyt skoraði svo þriðja markið eftir frábæra sendingu Harry Kewell, Kewell er að koma sterkur upp eftir erfið meiðsli og vona ég bara að hann haldist heill og hann fari að sýna virkilega hvað hann er sterkur leikmaður.
Ryan Babel negldi svo síðasta naglann í kistu frakkana með góðu marki þar sem hann hljóp af sér varnarmann sem gerði sitt besta til að brjóta á honum, lék á markvörðinn og renndi svo boltanum í tómt markið.
Frábær sigur í leik sem fyrirfram hefði átt að verða jafnari en þú spilar ekkert betur en andstæðingurinn leyfir.
Liverpool lék Marseille grátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég sagði þetta eftir fyrri leikinn þegar m.a.s. Poolarar voru farnir að efast sjálfir að þeir myndu vinna rest og fara áfram, of veikur riðill til að annað gæti gerst. En svona stórt grunaði mann aldrei. En annað árið í röð segi ég, Liverpool - United í úrslitum í vor, Liverpool vinnur.
Addi E (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.