Feministar einn og átta
Miðvikudagur, 5. desember 2007
rakst á þetta í dag og gat eignlega ekki sleppt því að setja þetta hér - og vil ég minna á að það eina sem er kvenkyns eins og er í þessu jólasveinadæmi er Grýla og á það vel við:)
Kennari: Jæja krakkar, eru þið ekki spennt eftir að jólasveinarnir sex og jólasveinkurnar sjö koma til byggða?
Nemandi: Ha? Meinarðu jólasveinana 13?
Kennari: Nei... feministum var ofboðið þetta karlaveldi sem voru jólin svo þær létu okkur breyta sjö af jólasveinunum í konur?
Nemandi: En... vildu jólasveinarnir það?
Kennari: Augljóslega sýnir þetta ykkur krökkunum að jólasveinarnir eru ekki til.
Nemandi: En... hvað um sakleysi okkar og leyfi til þess að vera börn og trúa á jólasveinana?
Kennari: Krakkar mínir. Þið vitið að sakleysi ykkar og leyfi til að vera börn skiptir engu máli hjá feministum. Eina sem skiptir þær máli er að breyta hlutum, breytinganna vegna, svo að þær haldi að þær hafi náð að breyta einhverju á meðan þær lifðu
Nemandi: En...
Kennari: Taktu líka eftir að meira en helmingurinn af þessum bekk eru strákar, þar á meðal þú minn kæri nemandi! Þó þið strákar séuð litlir og sætir núna þá muniði verða íslenskir karlmenn eftir nokkur ár og feministar eiga eftir að hata ykkur ósjálfrátt.
Nemandi: ...
Kennari: Jæja, að næsta máli. Jesúína átti tólf lærisveinkur og einn lærisvein.
Nemandi: Bíddu, Jesúína!?
Kennari: Feministum var ofboðið sú hugsun að hin almáttuga Guð hafi viljað son frekar en dóttur. Svo við þurftum að breyta því.
Nemandi: En lærisveinkur?
Kennari: Feministum var ofboðið sú hugsun að Jesúina hefði viljað umkringja sig ógeðslegum karlmönnum. Núna er Júdas eini karlmaðurinn.
Nemandi: Af hverju Júdas?
Kennari: Því þær breyttu boðskap sögunnar um Jesúínu frá góðvildarmerkingunni yfir í Sjáðu hvað gerist ef þú treystir karlmanni sögu.
Nemandi: ...
Kennari: Æji það eru að koma hlé... Krakkar munið á morgun þá munum við tala um J.F.K., Martínu Luther King og Gandý.
Nemandi: Martínu? Kennari: Já, feministum var ofboðið hve mikið af mikilmennum sögunnar væru karlmenn svo við þurftum að breyta nokkrum í konur...
Kennari: Þetta reddast. Munið svo á eftir hlé í náttúrufræði, þá munum við tala um vithönnun, eða intelligent design.
Nemandi: En... hvað um þróunarkenninguna?
Kennari: Æji, það kom í ljós að þegar við byrjuðum að láta eftir öfgahópum, þá þurftum við að láta eftir öllum öfgahópum. Þess vegna eru bara hvít börn hérna inni í dag.
Nemandi: Ég skil...
fékk þetta á síðuni sbs.is
Athugasemdir
Iss piss ég gef nú lítið fyrir þetta spaug.
Þú þekkir nú a.m.k. einn femínista persónulega og varla geturu reynt að halda því fram að ég hati alla karlmenn? Sussu nei...
Svo ég reyni að svara af einhverju viti þá vil ég bæti við að við þurfum kanski að stíga skref til baka og horfa á heildarmyndina. Sem er að yfirgnæfandi fjöldi femínista, hvort sem þeir eru kvenkyns eða karlkyns, voru getin af móður og föður (þarna undanskil ég eingetna einstaklinga). Líklega eiga þeir systkini einnig og hugsanlega maka. Það getur eiginlega ekki staðist að sá sem kalli sig femínista geti hatað grimmilega helming jarðarbúa og þ.m.t. bróðir sinn, föður sinn og maka sé sá hinn sami karlkyns. Það getur ekki staðist.
Svona háð á bara heima í fornöld. Jah eða á moggabloggi...öööö bíddu nú við! Hvaða bloggsíða er þetta annars??
Nei nei baa-aa glín..
Ætlaði sko að segja þér hvað ég nýt þess að hafa fengið plötuna Hamfarir hjá þér með honum Gunnari Jökli. Það er bara ekki hægt að vera súr þegar maður hlustar á þessa snilld.
Svo datt mér í hug soldið og ákvað að koma því á framfæri, svona afþví að tíminn líður svo hratt, þú veist á gervihnattaöld. Já sko, þú ert fjandi góður söngvari en þú ert líka svo góður í að syngja falskt, og ekki svona yfirdrifið, heldur nærðu svona að syngja feilnótu akkurat á réttu stöðunum. Og það rann upp fyrir mér að það krefst færni. Já langaði barað segja það. You've got skills. Getur einhverntímann kennt mér undirstöðuatriðin?
Spilar Tröllaskagahraðlestin Leoncie? Langar svo að biðja um óskalag...
Salvör mágkona (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:42
Hey þetta er grín, en það má auðvitað ekki gera grín að femínistum - það má ekki einu sinni nefna feminista á nafn á bloggsíðu, þá fer löggan í málið. það er gott að vita að ég er góður að syngja rétt og falskt. Og Tröllaskagahraðlestin er strákaband og spilar bara strákalög
Sverrir Þorleifsson, 6.12.2007 kl. 10:20
Femínisti á ferð - BANNAÐ AÐ HLÆGJA! Usss!!!
Iss nei nei, ég veit sko að þetta er grín, þessvegna nefndi ég spaug. En manni þarf ekkert að finnast allt fyndið. Mér finnst t.d. Achmed the dead terrorist ekki fyndið vidjóbrot. Hann móðgar mig ekki, mér finnst hann bara ekki fyndin á sama hátt og mér finnst hryllingsmyndir leiðinglega. Höfðar ekki til mín.
En held að húmorleysið dúkki upp beggja megin frá femínístum og anti-femínistum. Umræða um femínisma útí þjóðfélaginu einkennist oftar en ekki af gífurlegri spennu. Hvorugur aðili getur tjáð sig án þess að hinn bendi á stafsetningarvillur eða fari að gera á annan hátt lítið úr hinum. Og allt fer í rugl. Ekkert of uppbyggjandi tjáskipti sem oft þar fara fram. Þ.e.a.s. málefnaleysi og kurteisisleysi. Allir taka hlutunum persónulega. Það er allavega tilfinning mín eftir að hafa skoðað moggabloggið og önnur blogg í netheiminum.
Það vantar einhvernveginn sameiginlegan grundvöll. Við erum jú flest öll af öðru kyninu (hér undanskil ég tvítóla einstaklinga) svo þetta kemur okkur öllum við, flestir hafa eitthvað að segja um málið og skoðanirnar eru jafn mismunandi og við erum mörg.
Sumir æsa sig svo um munar yfir bloggi um jólasveinkur en svo vill til að bloggritarinn hefur fundið sig í femínisma og skilja ekki tilganginn í jólasveinkupælingum. Ef allir vissu virkilega hvað um væri að ræða gætum við sameinast á sameiginlegum málgrundvelli með málefnalegri umræðum. En öfgarnir eru á báða bóga.
En augljóst þykir mér að femínsmi skiptir máli, afhverju væru allir annars að æsa sig svona mikið yfir hverri lítilli pælingu sem er fleygt fram?
Það að velta fyrir sér þjóðfélaginu okkar og hvernig það fara má betur svo að allir njóti sín jafnt er mikilvægt. Hægt er að gera það frá svo mörgum mismunandi vinklum. Hægt að er leggja áheyrslu á þjóðfélagið, mannréttindi í heiminum, minnihlutahópa, kyn.
Eða út frá trúarbrögðum, kærleika, jóga, frelsi einstaklingins, bara you name it. Og ég held að hver verði bara að finna sína leið. Og þó að einhverjir hafi áhuga að vinna út frá femínisma er það bara í besta lagi eins og aðrir kjósa að vera frjálslyndir, sjálfstæðir, saman í fylkingu eða mála bæinn vinstri grænan.
Frelsi, málfrelsi skiptir hér máli. Ekki ætla ég t.d. að stinga uppá að frjálslyndir geti bara farið í rasskat, haldið kjafti að fari að elda þó ég sé oft ekki sammála skoðunum þeirra sem frjálslyndir teljast.
Þessvegna segi ég, leyfum fólki að hafa sínar skoðanir. Við sem sálir verðum að reyna að skilja hvora aðra. Við erum nefnilega öll eins í grunninn.
Og þessvegna, allveg eins og ég vil að tilgangur femínisma verði öllum skiljanlegur og að konur hafi frelsi til að velja það sem þær sjálfar vilja, þá virði ég líka þinn rétt til að koma skoðunum þínum á framfæri, hvort sem ég svo er sammála þér í öllu eður ei.
Bræður og systur sameinumst! Haha hvað segiði? allir vinir?
Nei svo trúi ég ekki að Tröllaskagahraðlestin spili bara strákalög. Hvernig ætliði þá að koma að ástardúettnum? Þú syngur sko hærri nótur en ég mun nokkurntímann ná! ;) *einmegaöfundsjúk...ómg...djók...gelgz!*
Salvör mávkona Þrastardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:12
Femínisti á ferð - BANNAÐ AÐ HLÆGJA! Usss!!!
Iss nei nei, ég veit sko að þetta er grín, þessvegna nefndi ég spaug. En manni þarf ekkert að finnast allt fyndið. Mér finnst t.d. Achmed the dead terrorist ekki fyndið vidjóbrot. Hann móðgar mig ekki, mér finnst hann bara ekki fyndin á sama hátt og mér finnst hryllingsmyndir leiðinglega. Höfðar ekki til mín.
En held að húmorleysið dúkki upp beggja megin frá femínístum og anti-femínistum. Umræða um femínisma útí þjóðfélaginu einkennist oftar en ekki af gífurlegri spennu. Hvorugur aðili getur tjáð sig án þess að hinn bendi á stafsetningarvillur eða fari að gera á annan hátt lítið úr hinum. Og allt fer í rugl. Ekkert of uppbyggjandi tjáskipti sem oft þar fara fram. Þ.e.a.s. málefnaleysi og kurteisisleysi. Allir taka hlutunum persónulega. Það er allavega tilfinning mín eftir að hafa skoðað moggabloggið og önnur blogg í netheiminum.
Það vantar einhvernveginn sameiginlegan grundvöll. Við erum jú flest öll af öðru kyninu (hér undanskil ég tvítóla einstaklinga) svo þetta kemur okkur öllum við, flestir hafa eitthvað að segja um málið og skoðanirnar eru jafn mismunandi og við erum mörg.
Sumir æsa sig svo um munar yfir bloggi um jólasveinkur en svo vill til að bloggritarinn hefur fundið sig í femínisma og skilja ekki tilganginn í jólasveinkupælingum. Ef allir vissu virkilega hvað um væri að ræða gætum við sameinast á sameiginlegum málgrundvelli með málefnalegri umræðum. En öfgarnir eru á báða bóga.
En augljóst þykir mér að femínsmi skiptir máli, afhverju væru allir annars að æsa sig svona mikið yfir hverri lítilli pælingu sem er fleygt fram?
Það að velta fyrir sér þjóðfélaginu okkar og hvernig það fara má betur svo að allir njóti sín jafnt er mikilvægt. Hægt er að gera það frá svo mörgum mismunandi vinklum. Hægt að er leggja áheyrslu á þjóðfélagið, mannréttindi í heiminum, minnihlutahópa, kyn.
Eða út frá trúarbrögðum, kærleika, jóga, frelsi einstaklingins, bara you name it. Og ég held að hver verði bara að finna sína leið. Og þó að einhverjir hafi áhuga að vinna út frá femínisma er það bara í besta lagi eins og aðrir kjósa að vera frjálslyndir, sjálfstæðir, saman í fylkingu eða mála bæinn vinstri grænan.
Frelsi, málfrelsi skiptir hér máli. Ekki ætla ég t.d. að stinga uppá að frjálslyndir geti bara farið í rasskat, haldið kjafti að fari að elda þó ég sé oft ekki sammála skoðunum þeirra sem frjálslyndir teljast.
Þessvegna segi ég, leyfum fólki að hafa sínar skoðanir. Við sem sálir verðum að reyna að skilja hvora aðra. Við erum nefnilega öll eins í grunninn.
Og þessvegna, allveg eins og ég vil að tilgangur femínisma verði öllum skiljanlegur og að konur hafi frelsi til að velja það sem þær sjálfar vilja, þá virði ég líka þinn rétt til að koma skoðunum þínum á framfæri, hvort sem ég svo er sammála þér í öllu eður ei.
Bræður og systur sameinumst! Haha hvað segiði? allir vinir?
Nei svo trúi ég ekki að Tröllaskagahraðlestin spili bara strákalög. Hvernig ætliði þá að koma að ástardúettnum? Þú syngur sko hærri nótur en ég mun nokkurntímann ná! ;) *einmegaöfundsjúk...ómg...djók...gelgz!*
Salvör mávkona Þrastardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 14:30
Öööö þetta þurfti nú ekkert að koma tvisvar fram...
Salvör mávkona Þrastardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.