Sagan öll í meistaradeildinni?

Ég held að mínir menn séu komnir með allavega annan fótinn út úr þessari keppni, keppninni sem Rafa gekk svo vel í. 

Verð að segja það að ég varð hálf feginn að hafa misst af þessum leik gegn Besiktas í kvöld, hafði öðrum og skemmtilegri hnöppum að hneppa við trommuspil.

Og ekki líst mér á næsta leik sem er gegn Arsenal, finn mér eitthvað gáfulegt að gera á sunnudaginn rétt á meðan leikurinn er - bóna bílinn eða eitthvað.

Er Rafa með rétta hugsunarháttinn í að þjálfa þetta lið?

Ég set spurningarmerki við það og eftir að aðstoðarmanni hans var sagt upp (rekinn) hefur ekkert gengið, held að sé komið að leiðarlokum hjá spanjólanum og kominn tími á að fá mann sem þekkir enska boltann betur og veit út á hvað þetta gengur, ég veit samt svei mér ekki hver það ætti að vera en þetta gengur allavega ekki út á það að vera með eitthvað skiptikerfi og kæla menn niður í öðrum hverjum leik, það gengur kannski á Spáni þar sem bestu liðin vinna oftast þau lélegri - jafnvel þó nokkrir lykilmenn séu hvíldir. 

kannski er rétta leiðin að detta út úr meistaradeildinni svo að enska deildin sé eitthvað áhugaverð fyrir Rafa, efast samt um það.

Liverpool á ekki skilið að komast upp úr riðlinum. 


mbl.is Steven Gerrard: Ekki búinn að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er jákvæðnin ? Ertu annars ekki alvöru poolari ? Hmm við eigum enn möguleika að komast áfram í Meistaradeildinni enn þá verðum við líka vinna rest. Já og ég kvíði ekki Arsenal leiknum það verður hörku viðureign og Torres líklega með þá. Áfram Liverpool :)

Kveðja Árni.

Árni Geir Geirsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:20

2 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

Þótt að Torres sé óneitanlega frábær knattspyrnumaður, þá halda margir stuðningsmenn Liverpool að þeir vinni alla leiki sem hann spilar ;), svoleiðis er það ekki alltaf.. endilega seljið hann til United samt ;)

Mikael Þorsteinsson, 25.10.2007 kl. 08:27

3 identicon

Það vantaði auðvitað lykilmann í lið púlaranna... Clattenburg. Það er ekki svo létt að vinna leiki þegar hann er ekki með.

Ég (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband