Stiklað á stóru..
Fimmtudagur, 27. september 2007
búið að vera þó nokkuð um að vera hérna í torginu síðustu daga og ekki laust við að húsbóndinn sé ögn búinn á því eftir þetta - eins og ég sagði í síðustu færslu tók ég mig til og reif teppið af gólfinu og fékk karl faðir minn til að leggja með mér, hann mætti galvaskur á laugardaginn en þá var ég rétt ný farinn út til að keppa í bændaglímu golfklúbbsins sem gekk bara vel, þar sem ég sigraði andstæðing minn nokkuð örugglega (vann með 4 holu mun) keppt var í holukeppni - svo þegar ég kom heim blautur og þreyttur var pabbi nýfarinn og búinn að leggja á stofuna og helminginn af holinu þannig að þetta hefur gengið nokkuð vel , svo héldum við áfram á sunnudaginn og nú á bara eftir að setja á eldhúsið - við fengum ekki nógu mikið af parketi til að klára.
í dag fór ég með Nínu inn á akureyri til að vera barnapía meðan hún fór til læknis og er ég stoltur af því að hafa fengið að gæta Eriks Hrafns frænda míns í fyrsta skiptið - og ekki það síðasta held ég hehe!
Svo á morgun stendur til að bruna á Seyðisfjörð með Elmari og ná í bíl sem hann og Nína systir voru að kaupa frá þýskalandi.
Svo af útgáfumálum hjá okkur Ragga er allt í vinnslu - við erum búnir að fá 5 lög sem eru nánast klár og ég get með nokkurri vissu sagt að þessi diskur á eftir að koma á óvart, sum lögin þarna hljóma mikið betur en ég þorði að vona - ætli þetta við verðum ekki í jólaplötuflóðinu í ár
Athugasemdir
já tek undir að platan á eftir að koma á óvart og til hamingju með parketið
Ragnar Ólason, 30.9.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.