Framkvæmdir í Torginu

nú eru framkvæmdir hafnar, til stendur að leggja parket á heimili mínu - ég tók vel á því í gær og fjarlægði teppið af gólfinu, ofsa duglegurSmile Vonandi kemur parketið í dag svo við getum byrjað um helgina, annars er helgin nokkuð þétt bókuð hjá mér þar sem undirritaður er að fara að spila á dansballi í kvöld á hótel KEA, og í fyrramálið ætlaði ég að keppa í golfi - lokamót klúbbsins, bændaglíman sjálf, svo verður dottið í það um kvöldið - þannig að parketlögn hefst líklega ekki fyrr en á sunnudag.

þar til næst, Sverrir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Zilly Ratt

Það er bara harkan ein hjá Sweepy Thoro. Svona á þetta að vera ekkert að velta sér upp úr hlutunum. Gangi þér vel með parketið og á golfmótinu.

Þangað til næst.

Kveðja

Jack Dee

Zilly Ratt, 21.9.2007 kl. 09:38

2 identicon

Ætla að vona að þú verðir með Stefán smið á staðnum. Hætt við að parketið leggist svolítið í hlykkjum eftir bændaglímuna ;)

Gulli (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband