Fergie byrjuð að kvarta

og bara 2 leikir búnir, sagðist ekki hafa séð atvikið en segir að Ronaldo hafi verið ögrað? hmmm...

Annars verð ég að segja það að staðsetning Steve Bennett dómara var það góð að hann gat alveg metið það hvað gerðist þarna og að reka bjálfann Ronaldo útaf var sjálfsagt hárrétt.

Enska deildin fer bara nokkuð vel af stað svona heilt yfir þó að þessi 2 jafntefli man utd séu þannig lagað óvænt þá geta þeir verið sáttir við 1 stig í gær en Reading áttu þeir klárlega að vinna á sunnudaginn.

Man City með fullt hús og gætu hæglega verið í efri hlutanum í ár, Tottenham slakir í fyrstu 2 umferðum, Everton virka frískir en oft hafa þeir byrjað vel og svo slaknað þegar á líður, Roy Keane byrjar vel með Sunderland, Bolton ekki alveg sama baráttuliðið og síðasta tímabil - Big Sam hefur greinilega náð öllu út úr liðinu þegar hann var með það. Middlesbro klárlega ekki að geta neitt miðað við það sem ég hef séð, Newcastle gæti komið á óvart með marga nýja menn og nýjan stjóra auðvitað, Blackburn gætu alveg náð langt ef lykilmenn þeirra haldast heilir og Friedel stendur sig í markinu, Portsmouth eru með gott lið og vonandi að fallgrýla Hemma Hreiðars skemmi ekki fyrir þeim:)

Arsenal Henry lausir, ekki sannfærandi í fyrsta leik en unnu hann þó, Liverpool, mitt lið unnu Aston Villa 1-2 búnir að kaupa marga nýja leikmenn sem lofa góðu held ég og vona ég að þeir verðir í titilbaráttu til enda - hafa alveg getuna í það held ég.

 

þessi færsla er engan vegin til að fræða menn um enska boltann heldur er þetta skoðun mín á fyrstu leikjunum og spá um framhaldið hjá viðkomandi liðum. 


mbl.is Ferguson: Ronaldo var ögrað og hann féll í gildruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er rétt hjá þér að hann segist ekki hafa séð atvikið nógu vel og allt það enn hann segir líka að Ronaldo hafi ekki átt að svara fyrir sig og verði að sætta sig við orðinn hlut, ekki satt? Nei bara svona minnast á þetta og það er ekkert verið að væla neitt.

Ég er ekki sammála með leikina MU átti að vinna báða leikina auðvitað, en í gær áttu þeir að vinna alveg klárt, en Reading var ekki auðvelt að eiga við því að þeir spiluðu að hætti Liverpool á Old Trafford s.s. allir og helst stjórinn líka inni í eiginn vítateig það er bara eiginlega ekki hægt að skora í þeirri stöðu, en það má segja að MU hafi verið aular að geta ekki teigt á þeim soldið.

Ég er að  öðru leyti sammála þér með að deildin byrjar skemmtilega og vonandi verður þetta soldið að allir séu að vinna alla bolti og að það skýrist ekki fyrr en í síðustu umferðinni með úrslitin.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.8.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Er ekki í góðu lagi að spila varnarleik ef það skilar stigi/stigum? Og að kalla það að spila að hætti Liverpool er hrós

Sverrir Þorleifsson, 16.8.2007 kl. 14:37

3 identicon

enda Liverpool þekktir fyrir afburða vörn annað en united hehe 

Frelsisson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það þykir bæði leiðinlegur bolti á að horfa og helvíti lélegt að komast yfirleitt ekki útúr eigin vítateig.

Nei þeir eru ekki með betri vörn en það að þeir þurfa hjálp frá þeim sem eiga að vera að sækja. Ég er ekki tilbúinn núna kannski seinna í vetur til að kalla það hrós að spila eins og Liverpool eða taka undir það að þeir séu með afburðagóða vörn.

Ég var aðallega að segja að Ferguson var ekki að væla og MU hefði átt að vinna báða leikina miðað við verð og þó sérstaklega leikinn í gær en verra var að eiga við Reading fyrir það að þeir voru sjálfir ekki nógu meðvitaðir um þörfina á því að teigja Reading fram á völlinn, einhver púllari segir að á meðan menn ætli að spila uppá það að hver og einn leikmaður ætli að spila leikinn uppá eigin spítur verði ekki von á góðu ég er sammála því, hann kallar það græðgi ef ég man rétt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.8.2007 kl. 18:25

5 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

athugasemdum vesalinga sem þora ekki að skrifa undir nafni verður eytt.

Sverrir Þorleifsson, 16.8.2007 kl. 22:09

6 identicon

Alltaf gaman að fylgjast með hlutleysi þínu þegar Man Utd á hlut heheheheheh

Kristján Eldjárn Sighvatsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:46

7 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

já Stjáni ég er algjörlega hlutlaus í þessu hehe, en þetta rauða spjald á Ronaldo var hárrétt og dómarinn í góðri aðstöðu til að sjá hvað þarna gerðist, það er ekkert flóknara en það - og þig mu menn verðið bara að taka þessu svona, dómarinn dæmir

Sverrir Þorleifsson, 17.8.2007 kl. 09:52

8 identicon

Sammála þér með Blburn en hafðu engar áhyggjur af Friedelnum. Hann klikkar ekki sá gamli :) gaman líka að sjá hvað Santa Cruz fer vel af stað þrátt fyrir hrakspár ákveðins "Poolarra" ;)

Addi E (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband