þar kom að því
Sunnudagur, 27. ágúst 2006
jæja já - ég ekki alveg að gera mig í þessu bloggi, en ég reyni að bæta það hér og nú.
Það hefur verið markt og mikið að gera undanfarið - aðallega tengt spilamennsku á fiskidaginn - spilaði 3 gigg daginn þann, fyrst á sviðinu með blúsbandinu, það var svona lala hjá okkur og svo um kvöldið við Bakaríið - vitna í orð Hölla "það besta sem ég hef gert" bandið var hreinlega á flugi og ekkert var okkur ofviða (fannst mér) nýji bassaleikarinn alveg að smellpassa í þetta og Örn alltaf góður, Hölli búinn að bæta sig líka.
Svo er farið að plana tónleika með Blúsbandinu í Danaveldi einhverntíman á næsta ári reikna ég með.
Eftir bakarísgiggið fór ég upp á sogn og spilaði þar með GSM til að verða 4 og var ansi búinn á því eftir daginn.
Fiskidagshelgin var mögnuð - vorum með 3 næturgesti, Ragga, Salvöru systir Ásu og Tengdapabba - gaman að því.
Seinustu helgi fórum við svo til höfuðborgarsvæðisins og hittum Bryndísi systur Ásu og Styrmi kærastann hennar sem eru búsett í Noregi, það var aldeilis gaman.
Og ég horfði svo á 1. leik minna manna í ensku hjá Ragga í Mosó - hefði kosið betri úrslit en svona er þetta bara.
Svo fékk Biggi far með okkur norður og við erum búnir að horfa á 2 Liverpool leiki og buðum svo Bigga í mat í gær.
Síðast en ekki síst er Taye trommusettið sem ég pantaði í mai komið til lands eftir ferðalag frá Tælandi, ætla að ná í það í vikuni - hlakkar ekkert til... nei nei:)
Svo veiktist kisinn okkar hann Prins eftir að við komum að sunnan og fór ég með hann til læknis og þurfti að ná þvagprufu frá honum til rannsóknar - ég beið allan þriðjudaginn eftir því - frá 10 um morgun þangað til litla skinnið þurfti að pissa en það kom ekki fyrr en um 22:00 um kvöldið - og það var geðveikt veður úti en ég lét mig hafa það að bíða:)
fór svo á með prufuna til greiningar og útkoman var sýking í þvagfærum og fékk ég lyf við því og Prins allur að líkjast sjálfum sér á ný.
Ekki er öllu kattatali lokið því á föstudaginn fórum ég mamma og Stefán með Gismó til læknis, hann var búinn að vera mjög slappur nokkra daga og greiningin á honum var krabbamein í kvið - mikið áfall því Gismó er búinn að vera meðlinur í fjölskylduni í 9 ár - hann fékk spautu til að lina verkina og vítamín líka því hann hafði ekki verið duglegur að borða og það er bara spurnig um hvað hann lifir lengi blessaður kallinn, hann var hressari í gær, borðaði og fór út þannig að við verðum að njóta dagana sem hann verður með okkur.
þetta er orðið ágætt
Athugasemdir
Loksins kemur blogg drengur. Vona að köttunum heilsist sem best. Kv. Ragnar
Ragnar (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 18:19
Loksins blogg drengur. Vona að köttunum heilsist sem best
Ragnar (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.