Eru ekki allir í stuði?
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Jæja loks legg ég frá mér golfkylfurnar og ætla að blogga smá fyrir ykkur
Það er allt ágætt að frétta af mér og mínum, Daði og fjölskylda loksins kominn heim - verið velkomin öll!!
Já og ég er búinn að spila dálítið golf síðustu vikur - náði einu af takmörkum mínum í sumar tengdum golfinu - að spila 18 holur. Það gerði ég síðasta mánudag og var á vellinum frá 13:30 - 18:30 minnir mig og náði ágætis skori eða um 111 högg, sem ku vera ásættanlegt fyrir byrjanda í þessu magnaða sporti.
Ég er búinn að fara nokkuð reglulega í golf með Elmari mági mínum, nú síðast í morgun og gekk það þokkalega og fór líka með Daða í fyrradag og týndi hann fleiri boltum en ég hehe...
Og svo er stefnan sett á meira golf bara!!
Það er að koma smá törn í trommuspilaríi hjá mér núna - lítið búinn að vera að spila í sumar en nú kemur vænn pakki - næsta helgi á sigló, og um verslunarmannahelgina líka á Sigló fös,lau og sun úffff!!
Svo auðvitað fiskidagshelgin -þá verður blúsband Hölla Vals með uppákomu - ef hendurnar verða enn hangandi á mér:)
bið að heilsa afa
Athugasemdir
Sko þetta með týna golfkúlunum var nú bara það að golfkylfurnar voru eitthvað að stríða mér, aðeins of stuttar að mér fannst. Svo líka þekkti ég ekki völlinn, er meira vanur að spila á stórum 18 holu völlum í svona 30 stiga hita. Svo er ég líka vanur að fara um á golfbíl um vellina, ekki þurfa að ganga um svæðið, allt hafði þetta áhrif á my game. Og með það að týna kúlum, ég man ekki eftir að hafa týnt neinni. Ég veit alveg hvert ég skaut þeim, ég nennti bara ekki að skríða inn í runnanna eða ofan í vatnið til að ná í þær.
Það verður spennandi að taka þátt í Óðalsmótinu 2007, verður grúví golfmót.
Zilly Ratt, 30.7.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.