Er þetta ekki grín?

dísess, erum við íslendingar hamingjusamastir já?

hvaðan fáum við hamingjuna: vegna mataverðs, skuldastöðu heimilanna, bensínverðs, þjóðveganna, kvótaskerðingar, umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eða síhækkandi stýrivaxta seðlabankans?

pælið samt í því hvað við gætum verið hamingjusöm ef landinu væri stjórnað betur - það væri sko hamingja.

 

jæja nóg um það -

það var samt tóm hamingja hjá mér um helgina, átti að vera að vinna í sundlauginni frá miðvikudegi og fram á sunnudag, og ég mæti galvaskur í það kl 14 á miðvikudag, var reyndar búinn að vera hálf slappur nokkra daga á undan vegna tannvandræða - leið samt ekkert svo illa þegar ég mætti, en eftir það fór allt niður á við. Var þarna í tæpa 2 tíma og kinnin á mér var á góðri leið með að líta út eins og blaðra - eins og ég sé ekki nógu búlduleitur fyrir :)

Fór heim og lá með kælipoka á fésinu og bruddi parkodin forte til að lina þjáninguna, þetta var seinnipart miðvikudags og ég átti ekki tíma hjá tanna fyrr en á föstudag, þannig að ég hringdi strax á fimmtudagsmorgun og sagði við klinik stelpuna (var kurteis auðvitað) að ég væri alveg að drepast og yrði að fá tíma núna eða strax!!! Sem ég svo fékk.

Eftir tannlæknatímann leið mér nú strax betur, en ekkert svo vel samt. Var auðvitað kominn með svaðalega sýkingu í kjaftinn og fékk því sýklalyf og bólgueyðandi og mátti ekki vinna helgina, sem mér fannst gremjulegt þar sem ég bauð mig eiginlega fram í það að leysa af þarna, en svona getur gerst og ekkert við því að gera.

 


mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Einars

 Getur þú bent mér á 1 einasta land í heiminum þar sem allt er fullkomið?  Takið eftir að á umkvörtunarlistanum koma hvergi fyrir "hversdagslegir" hlutir eins og nauðganir, mannrán, barnsrán, vopnuð rán, morð, stríð, hungur, orfíki, kúgun, pyntingar oþh.  Ísland er eina landið í heiminum þar sem þú getur sofið með svalahurðina á svefnherberginu galopna nótt eftir nótt af því að veðrið er svo gott, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar.  Ísland er eina landið í heiminum þar sem þú getur skilið börnin þín eftir sofandi úti í vagni á meðan þú ferð inn í Bónus að versla og þú VEIST að það verður þarna ennþá þegar þú kemur til baka.  Þessir hlutir eru svo mikils virði að smáhlutir eins og hátt bensínverð, ástand þjóðvega, umferðarþungi og matarverð er eitthvað sem ég myndi velja framyfir hitt hvenær sem er.  Myndi hvergi annarsstaðar vilja búa í heiminum.  Ég er með mínar skuldir, þarf að fæða 5 manna fjölskyldu á þessu matarverði, á bíl sem er rándýrt að reka og fussa og sveia yfir ástandi þjóðvega og bensínverði en ég er hamingjusöm og örugg, og það eru börnin mín líka.

Sigrún Einars, 16.7.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

já örugglega er þetta rétt hjá þér að megninu til. En ég efast um að fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu þori að skilja börn sín eftir í bílnum meðan verslað er - eða hafi svalahurðina opna - efast alveg um það, nema að fólk búi úti á landi eins og ég :)

Svo get ég ekki tekið undir með þér að maður sé öruggur í umferðinni eins og hún er orðin - vegirnir þola líklega ekki einn bíl í víðbót. 

Sverrir Þorleifsson, 16.7.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit um allavega einn Daða sem finnst gamla góða Ísland betra en útlönd.

Ingvar Valgeirsson, 17.7.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

góður Ingvar:) 

sennilega sá sami og ég þekki. 

Sverrir Þorleifsson, 17.7.2007 kl. 11:12

5 Smámynd: Zilly Ratt

Hey, ég þekki líka þennan Daða, hann er toppmaður.

Zilly Ratt, 19.7.2007 kl. 15:52

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, hann er plebbi... eða ekki.

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband