nýtt áhugamál

jæja ég er búinn að fá mér golfsett og þar með kominn með veikina, fór með Elmari mági mínum í golf um daginn og gekk alveg ágætlega miðað við byrjanda - fórum einn hring á vellinum og þegar ég kom heim fékk ég leyfi hjá Ásu minni sem er stödd í Noregi að kaupa mér eitt settið í viðbót, nema að nú var það ekki trommusett, heldur golfsett :)

Golfsettið kom svo í dag og það var alveg spurning um hvor var spenntari að fara á golfvöllinn, ég eða Elmar.

Skráði mig svo í Golfklúbbinn Hamar í dag og er alveg hooked á þessu, sem er bara frábært.

Nú má Tiger fara að vara sigWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Sweepy Thoro.

Ég mæli nú frekar með settinu. Þ.a.s. trommusettinu.

Kylfingar geta jú slegið holu í höggi en þá er nú skemmtilegra að slá í gegn.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.6.2007 kl. 22:58

2 identicon

Gleðst innilega yfir inngöngu þinni í klúbbinn. Golf er göfugast  allra íþrótta. Þetta segi ég af reynslu þar sem ég er búinn að prófa þær flestar!

Vonandi heldurðu áfram að njóta þessarar frábæru útiveru og hreyfingar sem golfið er!

Velkominn í Golfklúbbinn Hamar!

Siggi formaður GHD. 

Sigurður formaður (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 01:02

3 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Kalli: Ég stefni bara á að slá í gegn og fara svo holu í höggi

og vona að það verði ekki samstarfsörðugleikar á milli settana þ.e. trommu og golfs.

Siggi: þakka hvatniguna og hlakka til að sjá þig á vellinum í sumar

Sverrir Þorleifsson, 16.6.2007 kl. 10:33

4 identicon

Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn:D

Maja (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband