tími til að blogga
Laugardagur, 1. júlí 2006
komiði sæl, það hefur svosem lítið um að vera undanfarið hjá mér nema að horfa á og hugsa um veisluna miklu sem fer fram í þýskalandi núna - HM :) Ég hef séð alla leikina nema 2 og ætla mér að sjá þá sem eftir eru þó svo að mitt lið Argentína sé úr leik, ég verð að vera sammála adda e vini mínum með þessa englands dýrkun, skil svo sem alveg að menn hafi taugar til enska liðsins vegna mikils áhorfs á hann í áratugi en sýnar menn (ásamt fleirum fréttamönnum) fara að mér finnst offari í umfjöllun sinni á þessu liði - tala nú ekki um sirkusinn varðandi Wayne Rooney.
Er hann svona agalega mikilvægur fyrir þetta annars slaka lið? Nei það finnst mér ekki.
Lampard og Gerrard geta ekki spilað saman og eru verri en miðlungsleikmenn með enska liðinu en brillera hjá félagsliðum sínum - er það ekki þjálfaranns að skipuleggja svona.
Ég var að spjalla við Birgi fyrrv. markvörð á msn í morgun og vorum við sammála um að Sven Göran hefur ekkert gert fyrir þetta enska lið. Mitt mat er að það er orðið allt of mikið af erlendum leikmönnum á englandi því þeir eru ódýrari í innkaupum flestir hverjir en þeir ensku yfirleitt ofmetnir getu- og verðlega - svona oftast.
jæja þetta er ágætt um boltann -
já svo vorum við að pannta okkur ferð til Tyrklands í haust n.t.t. 12. sept. og verðum á marmaris í tvær vikur heilar - hlakka til mikið mikið
Athugasemdir
Snilld... systir mín og mágur fóru einmitt til Marmaris í maí og voru í 2 vikur og voru sko ekki svikin að þeim fannst... leiðinlegt samt fyrir ykkur að missa af Fiskideginum mikla:)
Maja (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 20:21
fiskidagurinn er víst 12. ágúst þannig að við missum ekki af neinu held ég :)
Sverrir Þorleifsson, 1.7.2006 kl. 21:24
Hehe Einar Kára sagði í gær fyrir Ger-Íta, að hann hefði séð svekkelsis svipinn leka niður andlitið á Loga Bergmann og hinum í stúdíóinu eftir tap Englendinga við Portúgal. Þetta helv... ríður ekki við einteyming.
Addi E (IP-tala skráð) 5.7.2006 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.