Gleðilegt sumar!

Veit ekki til þess að sumrinu verði fagnað með hátíðahöldum hér á Dalvík í dag, eins og tíðkaðist þegar ég var ungur drengur. 

Þá var alltaf skemmtun í íþróttahúsinu - skil ekki alveg afhverju þessu var hætt. Sumardagurinn fyrsti var skemmtilegur í þá daga, núna er þetta bara frídagur og enginn nennir að gera neitt, gott ef það var ekki Lionsklúbburinn eða Kiwanis sem sá um skemmtanahald þennan dag og svo hætti það bara allt í einu. Man t.d. eftir því þegar ungfrú Dalvík var kosin á sumardaginn fyrsta og hljómsveitin Edda K spilaði í íþróttahúsinu og Skralli Trúður kom og skemmti börnunum - og gott ef var ekki frítt í bíó líka.

svo fann ég myndir á netinu í gær sem eru frá þessum degi og sýna þær vel hátíðahöldin hérna í gamla daga, og ef einhver veit frá hvaða ári þetta er væri gaman að vita það. 

þetta er því miður liðin tíð 

426629058_2b940791c3

 smellið á myndina, þá kemur hún stærri.

 

 

 

 


mbl.is Sumri fagnað með ýmsum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Sæll  og gleðilegt sumar...þessi mynd er örugglega c.a 25 ára....Dröfn er þarna.....

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 12:31

2 Smámynd: Zilly Ratt

Þessi mynd er náttúrulega ekkert nema snilld, ef ég man rétt var Jói Bók með aðstöðu við hliðina á Dröfn. Dalvíkin klikkar ekki.

Zilly Ratt, 19.4.2007 kl. 16:25

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gríðarleg heppni að Skralli trúður kemur ekki lengur...

Ingvar Valgeirsson, 20.4.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

hvaða bull er þetta Ingvar, þú ljómaðir með skralla þegar þú varst ungur drengur

Sverrir Þorleifsson, 20.4.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband