Mínir menn :)
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
þetta var nú einum of létt í kvöld og er næsta víst að mínir menn séu komnir með rúmlega annann fótinn áfram.
PSV sem sló arsenal út í 16 liða voru engan vegin að ráða við lið með þessa getu sem Liverpool var og sáu ekki til sólar í leiknum enda sólin löngu sest þegar leikurinn byrjaði - ekki slæm byrjun á páskahátíðinni hjá mér og ekki skemmdi að Liverpool voru í páskagulum búningum.
Liverpool á grænni grein eftir 3:0 sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefði viljað sjá PSV með fullskipað lið, en ekki án þriggja HM leikmanna.
Addi E (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:36
PSV var með fullskipað lið, 11 fullfríska menn og svo 3 sem komu inná, það vantaði líka menn í Liverpool liðið - meiðsli eru partur af þessu og ef breiddin þolir það ekki er liðið varla brúklegt í meistaradeild
Sverrir Þorleifsson, 4.4.2007 kl. 07:55
Það að maður kemur í manns stað er náttlega bara ruglrök. Lið sem slær Arsenal út tel ég vera ansi brúklegt, enda hafi þið nú ekki komið svo vel útúr leikjum ykkar við Arsenal í vetur ;) Kannski þú hafir bara ekki hugmynd um styrkleika þessara þriggja leikmanna sem þá vantaði.
Addi E (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 14:23
ruglrök að maður komi í manns stað? það gerist óhjákvæmilega þegar leikmenn eru meiddir, svo er allt annað mál hvort leikmennirnir sem eru í "manns stað" séu nógu góðir. Og að fara að blanda því saman við meistaradeildina hvernig Liverpool gekk á móti Arsenal er bull - staðreyndirnar tala sínu máli - Liverpool slógu Barcelona út en Arsenal datt út fyrir PSV í meistaradeildinni. Og þú sérð líka hvað Arsenal hafa "brillerað" í þessum keppnum þar sem þeir slógu Liverpool út í :)
Sverrir Þorleifsson, 4.4.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.