Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?

Ég get svo sem ekki svarað fyrir alla karlmenn, en mér er ekki illa við bleika gúmmíhanska. 

Man samt ekki eftir því að hafa sett slíka hanska á hendur mínar, hanskarnir sem ég notaði þegar ég vann í fiski voru rauðir og uppþvóttahanskarnir mínir eru gulir - kannski að ég fái mér bleika næst, ef þeir fást í minni stærð.

Annars gleymi ég nú oftast að setja upp gúmmíhanskana þegar ég vaska upp og skúra - finnst líka gaman að setja gúmmíhanska á hausinn á mér en það er allt annað mál:) 


mbl.is Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sú staðreynd að uppþvottahanskar eru ljósgulir, bleikir og of litlir á okkur karla hlýtur að sýna það svart á hvítu að uppvask og skúringar eru kvenmannsverk, ekki satt? Svo heitir þetta Marygold og álíka nöfnum. Ef þeir væru á karla væru þeir framleiddir í stærri stærðum, í svörtu og kamóflas og hétu Crocodile eða Thunderclean.

Ingvar Valgeirsson, 26.3.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

jújú mikið rétt - við karlar yrðum auðvitað að hafa cool nöfn á þessu, thunderclean heillar alveg sko

Sverrir Þorleifsson, 26.3.2007 kl. 12:00

3 identicon

Haha Thunderclean... snilldarnafn!! Annars eru skúringahanskarnir okkar bleikir og ég minnist þess ekki að Addi hafi veigrað sig við að setja þá upp... hann skúrar kannski bara hanskalaus... hef aldrei pælt í því;)

Maja (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband