Á ekki eitt orð....
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
ekkert .............
Ferðamannalandið ísland?
viðbót.
Var það virkilega þetta mál sem sameinaði alla ráðamenn þjóðarinnar? Væri þá ekki vit í því að reyna að láta þessa kynlausu aumingja gera eitthvað að viti fyrir okkur í okkar landi - ekki bara reka þá burt sem vilja koma hingað. Það verður gaman þegar fréttist af einhverjum einstaklingum eða hópum sem ætla að koma hingað á næstuni, hvort verði ekki rannsakað hvort það fólk hafi gert eitthvað af sér áður en grænt ljós verður gefið á að það megi koma.
ég skammast mín fyrir að vera íslendingur.
ég tek undir með svo mörgum "Þetta er svartur dagur í sögu íslands"
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Legg til að fólk lesi www.snowgathering.com . Þar kemur fram að þetta fólk ætlaði sér að virða lög, og ætlaði að haga sér eins og hverjir aðrir túristar. Hvílík fáfræði að kynna sér ekki málin betur, þá á ég við borgarstjórn Reykjavíkur og forsvarsmenn hótelsins. Ekki hlusta á öfgafullu feministana og óraunsærra siðapostula samfélagsins. Þessir róttæku og öfgafullu raddir hafa með málflutningi sínum fengið marga til þess að trúa því að hér væri á ferð hópur af kynferðisglæpamönnum, kynferðisafbrotamönnum. Þegar staðreyndin er allt önnur. Þetta fólk er borið þungum sökum og mál þetta er til skammar fyrir okkur þegna landsins. Ég segi alltaf, "saklaus uns sekt er sönnuð" og er þetta dæmi um fordóma af verstu gerð. Öfgafullir feministar kynna sér ekki mál né hlusta á rök, og eins og í þessu dæmu éru öfgarnar gríðarlegar.
Verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins.
Nú fer ég frammá það að erlendir umhverfisverndarsinnar fái ekki gistingu né inngöngu í landið okkar. Sumir þeirra fremja skemmdarverk. Lokum öllum verksmiðjum heimsins, því það eru til verksmiðjur þar sem lítil börn þræla við smánarlaun og fátækt. Adidas, Nike og fleiri fyrirtæki nýta sér barnaþrælkun... bönnum öllum sem vinna hjá þessum fyrirtækjum að koma til landsins... bönnum allt, lokum landinu, bönnum að karlmenn horfi á fótbolta,........
Sieg Heil
Örvar Þór Kristjánsson, 22.2.2007 kl. 15:39
Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðleg gildi.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:23
hvar verður þessi ráðstefna þá
Ragnar Ólason, 22.2.2007 kl. 19:27
ég ætlaði að reyna að komast á hana
Ragnar Ólason, 22.2.2007 kl. 19:28
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.