Á ekki bara að banna tölvur?

Alveg er þetta merkilegt hvað svona getur slegið fólk - hvað eru margir sem eiga tölvur á íslandi og hafa aldrei lent í deilum vegna notkunar á þeim? 

Svo koma upp svona mál þar sem unglingar reiðast vegna þess að foreldrarnir kunna engin ráð nema að loka á nettenginguna - ég man eftir 2-3 svona fréttum. 

Væri ekki vitlegra að kenna foreldrum að umgangast börnin sín? 

Þetta er eins og þegar það eru tiltekin öll fíkniefnamál á útihátíðum, kannski 10.000 manns að skemmta sér án vandræða og svo er bara talað um þessi fimm eða tíu fíkniefnatilfelli sem upp komu.

ég held að á 99% heimila í landinu sé tölunotkun með ágætum - og óþarfi að koma með fréttir um foreldra sem ráða ekkert við börnin sín. 


mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ólason

jú banna tölvur og dóp. 

Ragnar Ólason, 21.2.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Púkinn

Það eru nú ekki bara einstaka unglingar sem eiga í vandræðum með þetta.  Á vinnustað Púkans eru u.þ.b. 10% starfsmanna sem púkinn myndi telja haldna tölvuleikjafíkn á háu stigi.  Sjá líka það sem Púkinn sagði hér.

Púkinn, 21.2.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

já það má vera ,en ég átti við þessa einstsöku frétt, ég veit vel um rígfullorðið fólk sem hefur ánetjast tölvuleikjum.

Sverrir Þorleifsson, 21.2.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband