Benitez sektar Riise??
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Fyrir hvað? Að hafa verið laminn með járni númer 9?
En ef maður spáir aðeins í þessu máli, hvað fjölmiðlarnir gera sér mikinn mat úr þessu og reyna að búa til neikvætt andrúmsloft innan liðsins.
Ég sá myndir af æfingu Liverpool í gær þar sem Bellamy og Riise voru mestu mátar og hafa gleymt þessu rugli og eru farnir að spila fótbolta.
Eflaust hafa menn farið yfir strikið miðað við reglur klúbbsins og verða að taka því.
Ætti svo sem ekki að vera mikið mál fyrir þessa stráka að punga út nokkrum milljónum.
Hver man ekki eftir því í fyrra sumar þegar Ronaldo fiskaði Rooney útaf, pressan kjamsaði á því endalaust og sagði að þeir væru miklir fjandmenn og Ronaldo ætlaði að fara frá man utd, það var ekki rétt hjá þeim. Ronaldo hefur verið besti leikmaður deildarinnar það sem af er og þeir Rooney mestu mátar.
![]() |
Benítez sagður hafa sektað 15 leikmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Sverrir, og virkilega fallegt sem þú segir um Ronaldo, þetta er góður drengur
Ragnar Ólason, 20.2.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.