Gengur það?

Sænska sjónvarpið vill fá Eirík Hauksson áfram í pallborðsumræðurnar í hinum vinsæla þætti Inför E.S.C. þar sem sýnd eru myndbönd með þátttakendum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og þau síðan rædd af fimm norrænum söngvakeppnissérfræðingum. „Við viljum endilega fá hann með, það gefur þættinum bara aukið gildi að hafa einn þátttakanda með sem er jafnframt keppandi. Þetta er bara leikur og engar strangar reglur í gildi," sagði Meta Bergqvist framleiðandi þáttanna í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

MBL.is

ég held að Eiki muni ekki taka þátt í þættinum vegna þess að þarna er verið að gagnrýna keppendur í keppninni. 

Og það getur ekki komið vel út að keppandi sé að tala um aðra sem þátt taka í júróvision og gefa þeim einkun í sjónvarpsþætti.

Og ég veit hreinlega ekki hvern við eigum að senda í stað Eiríks rauða. 


mbl.is Svíar vilja fá Eirík áfram í vinsæla sjónvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

já ég er sammála því Kolbrún - líst ágætlega á Palla en Gísla vil ég ekki sjá þarna.

Sverrir Þorleifsson, 19.2.2007 kl. 16:19

2 identicon

Eiríkur er náttúrulega frábær í þessum þáttum, en ég held að það væri betra að senda t.d. Palla. Hann hlýtur að kunna e-r skandinavísku.

Andrea (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:26

3 identicon

Hafði einmitt miklar áhyggjur af þessu þegar ég áttaði mig á hvað var í húfi. Varla gott fyrir hann að koma fram í þessum þáttum og dissa fólk og ætla svo að keppa á móti því!

Páll Óskar væri náttúrulega snilld í þessum þáttum- en ég bara veit ekki hvort hann kann skandinavísku. Getur þá ekki Eiki bara verið til hliðar og þýtt fyrir hann?

Gísli Marteinn yrði glatðaur í þessu, punktur!

Áhugamanneskja um Júró (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:33

4 Smámynd: Ragnar Ólason

Palli er góð hugmynd. En við gætum líka sent Bó Halldórs með auðkennislykillinn með sér svo þeir þekkann.

Ragnar Ólason, 20.2.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband