Vörutorgið
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
ég á ekki eitt orð.. sá þetta vörutorg á skjá einum í dag - vá hvað þetta er lélegt, gaurinn sem kynnir vörurnar endurtekur allt svona þrisvar sinnum og vöruflokkarnir eru 3 líkamsræktartæki sem ég held að sé bölvað drals - svo er einhver fitness dúd sem hælir þessu auðvitað, ég efast um að þessi tæki sem eru boðin þarna séu eitthvað betri en þau sem sjónvarpsmarkaðurinn bauð á sínum tíma.
Súkkulaði gosbrunnur?!?! Ómissandi algjörlega sagði maðurinn, og þessi brauðkassi þarna - hingað til hef ég alveg getað bundið hnút á pokana utan um brauðið - þar ekki að eyða 7990 kalli í einhvern kassa utan um brauðið sem lofttæmir og gengur fyrir rafhlöðum.
Og hnífasettið ógurlega, það var eins og engin gæti skorið brauð nema með þessmu hnífum.
Svo er alveg magnað þegar verið er að sýna fólk gera æfingar með öðrum tækjum en þeir eru með þarna, þá er þetta svo mislukkað og erfitt og toppa það svo með að koma með rautt x yfir og segja nánast "obb obb obb svona á ekki að gera, okkar dót er mikið betra"
jæja varð bara að koma þessu frá mér
Athugasemdir
Já ég hef trú á bumbubananum...styrkur fyrir bakið líka.
Addi E (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 18:15
Þoli ekki svona sjónvarpsmarkaði!! Þessi maður er ekki að gera sig sem stjórnandi. Brauðkassi sem lofttæmir sig???!!!!! Ég segi eins og þú Sverrir,ekki þarf ég 8000kr brauðkassa til að halda brauðinu mínu linu og fínu En það er samt fullt af fólki sem þvílíkt verslar af þessum sjónvarpmörkuðum,ég hef jafn mikla trú á þessu drasli eins og draslinu úr Svenson listunum
Olga (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:19
Súkkulaði gosbrunnur það er málið
Ragnar Ólason, 8.2.2007 kl. 14:48
Sjónvarpsmarkaðir eru reyndar alveg merkileg fyrirbæri.. Ég held að það sé mjög erfitt að gera sjónvarpsmarkað að góðu sjónvarpsefni.. Mér finnst þessi útfærsla það léleg að mér finnst hann fyndin.. Eða alla vegna í fyrsta skipti sem ég sá hann... sérstaklega tuggan "hver kannast ekki við......"
Ingi Björn Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 09:51
Kannski myndi maður kaupa í V torginu ef þeir myndi selja Gos brunn.
Júlíus Garðar Júlíusson, 9.2.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.