Eins Gott

að Liverpool vann sigur í gær, ég horfði á handboltaleikinn frekar enda hann mun meira spennandi, og eftir svekkelsi handboltans var ég að undirbúa mig að skipta á Liverpoll leikin, hugsaði ég "djöfull væri það dæmigert að west ham væru yfir - en ég lét mig hafa það og skipti... jesss staðan var 0-1 fyrir mína menn, og ekki nema svona 5 sek eftir að ég var búinn að skipta um rás kemur þá ekki Peter nokkur Crouch og smellir marki fyrir utan teig meira að segja... 2-0

Ég hafði lúmskt gaman að því að sjá Eggert Magnússon í stúkuni, grautfúll, bölvandi og ragnandi því ekkert gekk - það er eitthvað við hann sem ég bara þoli ekki. 

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Og smá af handbolta

Horfði svo á seinni hálfleik Króata og Frakka .. ansi fróðlegur leikur, endaði 20-18 fyrir frakka minnir mig og Thierry Omeyer markmaður frakka varði örugglega um 30 skot- á tímabili gátu Króatar ekki skorað, og ekki gekk svo sem betur fyrir Frakka að skora - eins og tölurnar segja til um.

Frakkland-Þýskaland í undanúrslit ásamt Póllandi og Dönum - frakkar og danir í úrslit?

sorglegt að sjá hversu Rússar eru búnir að tapa neistanum - þreyttir og illa skipulagðir gegn pólverjum en gamla seiglan er alltaf þarna hjá þeim og þeir kunna ekki að gefast upp - klikkuðu reyndar á 5 vítum - munar alveg um það, mér fannst vanta helling í þetta lið og betra að pólland fór í 4 liða því þeir eru mikið betra lið og þeirra tími kominn að reyna sig.

 

 

 

 

 


mbl.is West Ham lá fyrir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband