efst á baugi
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Vaknaði 6:30 nokkuð ferskur við að rokið barði svefnherbergisgluggann hjá mér , hitamælirinn segir mér að hitinn sé +7°C og það er 25.janúar, allur snjórinn farinn af svölunum og litið orðið eftir í bænum annað en mannskaðasvell.
Erum við að ganga inn í margumtöluð póslkipti - allavega man ég ekki eftir svona vetri þar sem mikill snjór kom í byrjun nóvenber sem fór svo allur í desember og svo þessar umhleypingar núna.
Ekki skilja mig sem svo að ég sé að kvarta yfir þessu, enda þýðir það lítið þar sem ekkert mannlegt stjórnar veðrinu..enþá.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Svo er það þetta sem allir eru sérfræðingar í, hafa vit á - jújú mikið rétt... Handboltinn.
Leikur við Pólverja í dag sem ég er ekki viss um að við vinnum.. og þó
Sá Frakkana rúlla yfir þá pólsku í gær enn við unnum jú frakkana og ættum þá að geta unnið pólverjana svona ef maður tekur úrslitin og leggur saman og dregur frá.
Ég er ekki að fíla hann Geir Magnússon sem lýsir leikjunum - það er eitthvað sem fer alveg svakalega í taugarnar á mér - bara við röddina og svo hvernig hann lýsir atburðarrásinni sökkar hann feitt, ég veit samt svei mér þá ekki hvern að þessum íþróttafréttamönnum Rúv ég vildi frekar sjá þarna , kannski væru þeir allir svona miðað við gengi liðsins - væmnir, fullir af stolti og engan vegin í bestu aðstöðuni til að missa það alveg eins og fólk gerir heima hjá sér eða hvar sem það horfir á leikina, Þessi sem lýsir með honum, Árni eða hvað hann nú heitir er rólegur og getur útskýrt flest það sem kemur óvænt uppá og maður skilur ekki alveg á meðan Geir ruglar bara - svo finnst mér að eigi alveg eins að lýsa leik andstæðingana líka - þegar þeir gera vel og þannig, þar finnst mér vannta heilmikið uppá - Það eru jú 2 lið á vellinum.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Verð að viðurkenna að það hlakkaði í mér þegar ég las það að mest hataði leikmaður enska boltans hefði fótbrotnað, ég er að tala um Robbie Savage leikmann Blackburn.
Maðurinn er gjörsamlega óþolandi á velli, kemst upp með að spila gróft leik eftir leik og svo þegar er andað á hann er eins og hann hafi lent fyrir lest eða einhverju þar af verra - tuðandi í dómaranum allan leikinn - held að sé bara gott að vera laus við hann í bili.
Hugsa nú að fólk viti að ég er Liverpool aðdáandi og ef ég á að nefna nokkra leikmenn sem eru óþolandi kemur smá listi hér:
- Allt everton liðið
- Frank Lampard
- Gary Neville
- Kevin Davies
- El Hadji Diouf
- Arjen Robben
- Paul Scholes
Athugasemdir
Eins og þú veist þá er ég Man utd maður...ég er ekkert ósáttur við að hafa G Neville þarna inni...en það að P Scholes sé þarna hlýtur að vera öfund.
Hvað með Drogba....svo eru leikmenn Liverpool bara ekki svo eftirminnilegir að ég muni eftir neinum til að setjast á listann....jú ég man eftir Gerrard en hánn á alls ekki heima á þessum lista.
Og djöf... er ég sammála þér með Geir Magnússon...hann er já já...við skulum bara njóta dagsins og Áfram Ísland.
Júlíus Garðar Júlíusson, 25.1.2007 kl. 09:08
ég skil ekki hvað þú átt við með að það sé ofund að hafa Scholes þarna eða Pál skólastjóra eins og ég kalla hann stundum - og jú Drogba á svo sannarlega heima á listanum líka - takk fyrir ábendinguna
Sverrir Þorleifsson, 25.1.2007 kl. 09:26
Alveg sammála með listann, Drogba á heima þarna líka. Ég þoli ekki helvítis nevillinnn.
Kveðja
Daði Jónsson
Daði Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 16:21
Ég er búinn að hlusta á 2 lýsingar á rás2 og það er hann Adolf Ingi sem hefur verið að lýsa og ég get ómögulega þolað hann!Það er leiðinlegur lýsari!!!! Annars er æég mjög svekkt yfir tapinu áðan,þetta gekk allt saman svo vel
Olga Fjólála :0) (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.