Frábært
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Sigur á Túnis þó ekki blési byrlega í fyrri hálfleik og var ég orðinn nokkuð niðursokkinn í stólinn, en svo kom hálfleikur og Alfreð sýndi strákunum okkar myndbandið góða (sem margir vilja meina að sé Bdsm vídeoið frá fyrrum stjóra Byrgisins)
En í seinni hálfleik fór að draga af Túnisum og okkar menn gengu á lagið, Óli fann loks leiðina í markið úr langskotum og maður leikisins að mínu mati Logi Geirsson var frábær og dró vagninn yfir erfiðasta kaflann, Logi er sonur Geirs Hallsteinssonar og á því ekki langt að sækja þetta.
HM: Ísland lagði Túnis með sex marka mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.