tónlistarfélag
Fimmtudagur, 20. apríl 2006
ég er með hugmynd
efitr að hafa velt þessu nokkuð fyrir mér langar mig að tékka á hvort áhugi sé að stofna tónlistarfélag hér í dalvíkurbyggð?
markmið svona félags væri að safna saman öllu tónlistarfólki og áhugafólki um tónlist, tónleikahald og fleira því tengdu.
- halda stóra tónleika árlega - jafnvel að skipa hóp fólks til að semja söngleik
- stuðla að tónleikahaldi með aðkomnum tónlistarmönnum
- halda árshátíð félagsmanna
- jafnvel að skipuleggja ferð á tónleika erlendis
svo má auðvitað gera það sem hverjum dettur í hug, ég ætla að biðja þá sem þetta lesa að commenta á hvort sé einhver grundvöllur fyrir svona félag og líka ef einhverjir eru með hugmyndir um hvað mætti gera.
öppdeit:
var að spá í öðrum menningarfélögum hér í bænum, fá þau ekki alltaf styrki til að gera hitt og þetta? - þá er ég að taka um kórana aðallega - svona félag eins og ég vil setja á stofn gæti hæglega fengið styrki til að framkvæma eða leigja húnsnæði já eða kaupa það sem þarf til að taka upp tónlist og gefa út. Það væri ekkert að því að hafa svona félag hérna í bænum ég er að sjá það betur og betur.
þetta er eitthvað sem bæjarfélag eins og dalvík þarf á að halda.
ps. ef eru hugmyndir um nafn á þennan félagsskap þá má setja þær í komment - og þar sem ég efast um að allir sem hafa áhuga á þessu lesi þessa síðu meiga þeir sem vilja bera þetta út og ljá máls á þessu við þá sem þeim finnst málið varða.
ég vona að þetta fái hljómgrunn og megi verða að veruleika - ekki vantar hæfileikafólk hér í bænum .
Tónlist | Breytt 21.4.2006 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
leikur dagsins
Sunnudagur, 16. apríl 2006
ég ætla að byrja að óska öllum gleðilegra páska

jæja frábært!! mínir menn lögðu hið mjög svo grófa lið Blackburn eða Brunarústir eins og einhver spekingurinn þýddi það. Skil ekki hvernig þetta lið getur verið að berjast um meistaradeildarsæti þá ég að tala um Blackburn - því leikur liðsins virðist snúast meira um að brjóta á andstæðingunum en að skora mörk.
En ég er ánægður með leikinn - það fótbrotnaði engin leikmaður í þetta skiptið og er það fréttnæmt, því það var orðinn fastu liður í leikjum við blackb. að einhver eða einhverjir fengju ferð með börum af velli og enduðu á sjúkrahúsi.
Skil ég svo sem alveg þennan leikstíl þar sem Mark Hughes er stjóri og eftir höfðinu dansa limirnir.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ljótt ef satt er
Miðvikudagur, 12. apríl 2006
Hversu fáránlegt er það að fréttastöðin NFS rukki sveitafélögin um stórfé fyrir að fjalla um kosnigarnar í vor? Það er s.s. búnir 2 fundir, á Akranesi og Árborg og þau sveitarfelög líklega þurft að borga væna fúlgu fyrir það.
Las það í dag að Mosfellsbær neiti að borga NFS fyrir að fjalla um bæjarpólitíkina hjá sér og afþökkuðu borgarfund, sem mér finns alveg rétt. Þú rekur ekki fréttastöð með því að rukka fyrir allar fréttirnar eða það sem fjallað er um á stöðinni.
Veit samt ekki fyrir víst hvort þetta sé sannleikur eða hvað, en ég sá Dalvíkurnafnið skrolla yfir skjáinn í kynningu hjá NFS og velti fyrir mér hver borgar brúsann og hvað það kostar að fá þessa "þjónustu"
auðvitað væri gaman að taka þátt í borgarafundi með frambóðendum héðan en þarf að sjónvarpa því?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ég var að spá...
Mánudagur, 10. apríl 2006
þátturinn ísland í dag var með mikið viðtal við stelpu sem varð norðurlandameistari í fimleikum um helgina og er það frábært, en af hverju eru ekki íþróttafréttamennirnir látnir sjá um þetta? Alltaf ef einhver góður árangur næst þá taka alltaf fréttamennirnir fram fyrir hendur þeirra sem vinna við að fjalla um íþróttir, þetta með fimleikastelpuna er ekkert einsdæmi, ætli Bogi Águstsson læsi og tæki viðtal við þjálfara og fyrirliða landsliðisins í handbolta ef ísland næði því að verða heims eða ólympíumeistarar, sé það samt ekki alveg fyrir mér samt
þetta fer dálítið í taugarnar á mér - það er eins og íþróttafréttamennirnir séu ekki nógu góðir til að fjalla um góðan árangur íslenskra iþróttamanna, þeir eiga bara að lesa upp úrslit og segja hvaða leikir eru framundan, og lýsa leikjum auðvitað.
Væri ekki snilld að sjá Gaupa segja frá því að gos væri hafið í kötlu (lýsa því eins og um íþróttaviðburð væri að ræða)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
kjósa hvað?
Mánudagur, 10. apríl 2006

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hæ
Mánudagur, 10. apríl 2006
ég hef s.s. ákveðið að færa mig um set frá blog.central, einfaldlega vegna þess að blog.is er á allan hátt betur sniðin að mínum þörfum, og mér finnst kominn tími á breytingar hjá mér í lífinu, skipti um símanúmer í síðustu viku, og þeir sem þetta lesa og telja sig eiga rétt á að vita nýja númerið bendi ég á að það má hringja í það gamla og heyra mig sjálfan segja ykkur það í geng um talhólf, eða senda mér mail á sverrirf(at)gmail.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fimmúst
Mánudagur, 12. desember 2005
Breytt 20.4.2006 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fimmúst
Mánudagur, 12. desember 2005
Breytt 20.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fimmúst
Mánudagur, 12. desember 2005
Breytt 20.4.2006 kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
halóó
Föstudagur, 2. desember 2005
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt
Breytt 20.4.2006 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)