tónlistarfélag

ég er með hugmynd

 

efitr að hafa velt þessu nokkuð fyrir mér langar mig að tékka á hvort áhugi sé að stofna tónlistarfélag hér í dalvíkurbyggð?

markmið svona félags væri að safna saman öllu tónlistarfólki og áhugafólki um tónlist, tónleikahald og  fleira því tengdu.

  • halda stóra tónleika árlega - jafnvel að skipa hóp fólks til að semja söngleik
  • stuðla að tónleikahaldi með aðkomnum tónlistarmönnum
  • halda árshátíð félagsmanna
  • jafnvel að skipuleggja ferð á tónleika erlendis

svo má auðvitað gera það sem hverjum dettur í hug, ég ætla að biðja þá sem þetta lesa að commenta á hvort sé einhver grundvöllur fyrir svona félag og líka ef einhverjir eru með hugmyndir um hvað mætti gera.

öppdeit:

var að spá í öðrum menningarfélögum hér í bænum, fá þau ekki alltaf styrki til að gera hitt og þetta? - þá er ég að taka um kórana aðallega - svona félag eins og ég vil setja á stofn gæti hæglega fengið styrki til að framkvæma eða leigja húnsnæði já eða kaupa það sem þarf til að taka upp tónlist og gefa út. Það væri ekkert að því að hafa svona félag hérna í bænum ég er að sjá það betur og betur. 

þetta er eitthvað sem bæjarfélag eins og dalvík þarf á að halda.

ps. ef eru hugmyndir um nafn á þennan félagsskap þá má setja þær í komment - og þar sem ég efast um að allir sem hafa áhuga á þessu lesi þessa síðu meiga þeir sem vilja bera þetta út og ljá máls á þessu við þá sem þeim finnst málið varða. 

ég vona að þetta fái hljómgrunn og megi verða að veruleika - ekki vantar hæfileikafólk hér í bænum . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábær hugmynd sem ég styð. Svona félag gæti líka stutt við og reynt að koma dalvískum hljómsveitum á framfæri á landsvísu. Það var talað um bítlabæinn KEF en það er langt síðan. Hvað með Dalvík við eigum Matta og Friðrik Ómar sem náð hafa langt og ég veit að þarna eru fleiri sem eru að gera góða hluti. Varðandi stórtónleika þá má kannski tengja það fiskidegininum þegar margir gestir eru á staðnum. Endilega kommenta fleiri hugmyndir.

Ragnar (IP-tala skráð) 21.4.2006 kl. 10:38

2 identicon

já, þetta er ekki slæm hugmynd:)

Nína (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 18:23

3 identicon

Ég er með hugmynd að nafni: Dalahljómar. Fyrsta baráttumál: Tónlistarhúsið norður.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 14:41

4 identicon

Ekki slæm hugmynd þetta,hefði verið til í svona dæmi en ég er full langt í burtu hehe :D
kveðja Árdís (Komin með nýtt blogg... rottweiler.bloggar.is)

Árdís (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband