Góð helgi að baki

Jæja þá er enn einum fiskideginum lokið með miklum glæsibrag, ég upplifi þennan dag ekki eins og allir hinir því ég var að spila með 4 hljómsveitum á stóra sviðinu: Blúsbandi Hölla Vals, Hljómsveitinni Best Fyrir, Dætrum byggðarlagsins og Eyþóri Inga ásamt því að spila í beinni útsendingu á Bylgjunni með 2 síðast nefndu.

Ég smakkaði lítið af fiskinum, náði samt að fá mér smá, komst ekki í að smakka risapizzuna né að skoða neitt af því sem var í boði en ég er samt sáttur og stoltur af mínu framlagi til Fiskidagsins  og vona að það sé metið mikils, því það er ekki sjálfsagt að tónlistarfólk geri svona lagað og taki ekki krónu fyrir það!

Nú get ég líka slakað á og spilað golf næstu daga því dagarnir fyrir fiskidaginn fóru í ferð til höfuðborgarinnar og æfingar með öllum þessum hljómsveitum.

 næsti fiskidagur verður 8. ágúst 2009 - byrjaður að telja niður Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband