Var þetta Riise að kenna?

Ég er ekki sammála að Riise sé sökudólgurinn í þessu, Arbeloa og Mascherano reyndu lítið að gera þegar Kalou sendi boltann fyrir markið og settu Riise í þessa vondu stöðu að skalla boltann í eigið mark - þetta hefði getað verið hver sem er í Liverpool liðinu.

Torres er í mínum augum skúrkur leiksins að klúðra 2-3 dauðafærum - því fór sem fór!

Það verður ekkert létt að spila á brúnni í næstu viku, en þetta er ekki búið!! 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Settu Riise í þessa vondu stöðu að skalla boltann í eigið mark? Þarna talar þú eins og Riise hafi ekki átt annan kost í stöðunni en að skalla boltann í eigið mark. Boltinn var í leggjarhæð og því hefði besti kosturinn í stöðunni verið að sparka tuðrunni lengst í burtu. Ef þú ætlar að fara að kenna Mascherano og Arbeloa um mistökin hans Riise gætiru alveg eins kennt Benitez um að hafa skipt vitlausum manni inná fyrir Aurelio... þegar uppi er staðið er þetta að sjálfsögðu Riise að kenna.

Einir Einisson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:07

2 identicon

það er ekkert hægt að kenna einum manni um  að ekki vannst sigur, þetta er bara slæm ópheppni hann ætlaði nátturuglega að skalla tuðruna framhjá reyndar var þetta svo lágr bolti að hann hefði kannski möguleika á öðru en að skalla hann,  en má ekki alveg eins kenna torres um að klúðra færum? ég hef það samt á tilfinningunni að liverpool klári þetta á brúnni

steiner (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 01:47

3 identicon

Auðvitað var jafnteflið norsaranum ´klaufska að kenna...leitun að manni sem hefði reynt að skalla þennan bolta-glætan!..Torres er enginn sökudólgur..það var Chech sem bjargaði vel frá honun auk snilldartakta þegar hann varð samskeytaskotið hans Gerards. Í heildina var Liverpool mun betra ekki spurning enda á heimavelli...og þeir eru óútreiknanlegir á Stamford Bridge..mjög tvísýnn leikur þar!...Drogba sá leiðindagaur er ekki svipur hjá sjón en ef hann nær á strik þá klárar hann dæmið fyrir Chelsea..sjáum til hvað gerist!

Sir Magister (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

er þetta þá ekki allt Houllier að kenna fyrir að hafa keypt hann?

Sverrir Þorleifsson, 23.4.2008 kl. 07:20

5 identicon

Ef við beitum þinni lógík... þá jú... eða bara foreldrum hans... fyrir að senda hann á fótboltaæfingar... :P

Einir Einisson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband