amerískara verður það varla

andskotann erum við að apa þetta Valentínusarkjaftæði upp eftir könum?

sjálfur held ég ekki upp á þennan dag, heldur reyni ég að vera jafn rómantískur alla daga ársins - tekst ekki alltaf en ég reyni, veit að sumir reyna að bæta eitthvað upp sem miður hefur farið í sínu sambandi á Valentínusardaginn og kaupa þá jafnvel eitthvað stórt og nógu dýrt haldandi að það bjargi einhverju.

þetta er bara væmni og ekkert annað! Taki þeir til sín sem eiga það! 

Það er ekkert að því að elska og vera rómantískur, sjálfur er ég að fara til London og morgun og ætla að vera rómantískur þar með kærustuni.  

svo mörg voru þau orð 

og þeir sem eru ósammála mér er það velkomið 


mbl.is Syngja ástarjátningar til kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Þessi siður er bara hreint ekkert amerískur þó að þeir haldi heiðri hans helst á lofti í dag. Dagur elskendanna er úr ásatrú, var síðan stolið af kirkjunni og hengdur á einhvern dýrling sem hét Valentínus þegar þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að fólk héldi upp á daginn.

Siðurinn berst síðan til Ameríku með kaþólskum innflytjendum frá Evrópu og þaðan út um allan heim.

Einar Steinsson, 14.2.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

það má vel vera að þessi dagur eigi uppuna sinn þar sem þú segir, ég á við það hverig vitlausir íslendingar hafa apað amerísku útgáfuna af þessum degi upp. Ég minnist þess allavega ekki að þessi dagur hafi farði hátt fyrr en Valdís Gunnarsdóttir á bylgjuni fór að ræða þetta á sinn væmna hátt - ætli það hafi ekki verið á milli 1990 og 1995. man það ekki alveg.

Sverrir Þorleifsson, 14.2.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Ragnar Ólason

Tll hamingju með væmnina, og góða ferð til London.

Ragnar Ólason, 14.2.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Hann er reyndar alls ekki úr ásatrú, hann er úr rómverskri heiðni. Íslendingar hafa sennilega haldið upp á hann þegar við játuðum enn kaþólska trú, og kaþólikkar um alla Evrópu hafa alltaf haldið upp á þennan dag. Englendingar voru ekki jafn duglegir og Íslendingar við að varpa fyrir róða kaþólskum siðum þótt þeir tækju upp mótmælendatrú, og því hafa þeir  alltaf haldið upp á þennan dag.

Hvað varðar þann sið að kaupa söngvara til að syngja ástaróða til kvenna, þá er hann suður-ítalskur í gegn. 

Elías Halldór Ágústsson, 14.2.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Söngfuglinn

Alveg er ég sammála þér Sverrir minn. Er ekki að fíla þetta AMERÍSKA  dót. Já ég segi AMERÍSKA. Valdís útvarpskona innleiddi þetta drasl. Og íslendingarnir hoppa hæð sína og taka þetta upp með það sama. Og væmnari útvarpskonu er varla hægt að finna hér á voru ylhýra. Góða ferð til Londotown og knús á Ásuna mína.

Söngfuglinn, 19.2.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband