Ég er ekki sammála

Og dreg ummæli landlæknis í efa.

Það er alltaf verið að bera ísland saman við önnur lönd en hvernig væri að gera það í þessu tilfelli líka, í flestum löndum er seldur bjór og léttvín í matvörubúðum og jafnvel sterkt líka - væri ekki sniðugt að gera eins og á Spáni, leyfa öllum búðum að selja vín og breyta vínbúðunum í sérverslanir með tóbak.

Það væri gaman að vita hvað reykingafólkið segir við því.

Ekki er það verra að eigi að lækka verð á áfengi líka - talandi um að bera sig saman við önnur lönd.

Annaðhvort að banna áfengi alveg eða breyta þessu - spurning hvort gengur betur 


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ólason

Bara banna þetta. Þetta er skaðvaldur. Ungmenninn drekka of mikið, veit um einn sem drakk heila tindavodkaflösku í víkukröst og drapst inn á klósti og kýldi vin sinn. Burt með skaðvaldinn og vil ekki sjá þetta í verslunum hvort sem ríkið á þær eða einkaaðilar. Eigum við að ræða það eitthvað frekar. Nei ég hélt ekki. Ísland úr nató og bjórinn burt.

Ragnar Ólason, 19.10.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Ég er ekki frá því að ég þekki líka þennan sem Tindavodkann kneyfði og lamdi svo ónefndan píanó eiganda

Sverrir Þorleifsson, 19.10.2007 kl. 12:27

3 identicon

Það er ríkt þetta sjónarmið hjá fólki að svokölluð "vínmenning" sé eftirsóknarverð. Í þessu sambandi er stundum vitnað til miðjarðarhafslandanna, Ítalí, Frakklands og Spánar. Þar er aðgengi mjög gott, allar verzlanir fullar af búsi og dagdrykkja viðurkennd sem hluti af kúltúr. Þar sér ekki vín á nokkrum manni. Hvernig ætli standi þá á því að í þessum þremur löndum er hæsta tíðnu skorpulifurs í heimi? Þar deyja flestir úr sjúkdómum tengdum áfengisneyzlu en nokkur staðar annars staðar í Evrópu? Mér finnst þetta umhugsunarvert.

Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þeir hafa 46 litninga, 23 frá móður og 23 frá föður, líkt og aðrir í heiminum. Það að Íslendingar gúffi í sig brennsa af því hann er svo dýr er bara þvæla. Fólk drekkur vegna þess að því líkar áhrifin og alkóhólismi er raunverulegur, líkamlegur heilasjúkdómur. Svipað hlutfall Íslendinga þróar með sér áfengissýki og í nágrannalöndunum, að undanskyldum Inúítum. Drykkjuvenjur okkar eru vissulega litaðar af þjóðfélagslegum þáttum eins og opnunartímum, vinnuálagi og lífsviðhorfum.

Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að aukin neyzla felur í sér aukinn heilbrigðisvanda. Þá gildir engu hvort við hættum að rúlla ofurölvi um miðbæinn um helgar eða sötrum 1-5 bjóra heima á virkum kvöldum. Það er þetta stanslausa sull, öðru nafni "vínmenning", sem á eftir að koma okkur í koll eins og miðjarðarhafslöndunum. Þar á eftir að koma fram langvarandi vandi meðal eldra fólks með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þarna eru dýrir sjúkdómar á ferð og það er ábyrgðarleysi að kasta fram svona frumvarpi án þess að gera ráð fyrir úrræðum í heilbrigðis-, meðferðar- og félagsmálum.

Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Sæll Páll Geir

Eflaust hefur þú rétt fyrir þér upp að vissu marki. En samt finnst mér þetta alveg sjálfsagt mál að stórmarkaðir selji bjór og vín - þeir sem ætla sér á annað borð að nálgast það gera það og fá sína skorpulifur í friði, við hin sem ekki misnotum þetta og viljum kaupa ölkippu, rautt eða hvítt með steikinni ættum ekki að gjalda fyrir það með því að þetta verði ekki samþykkt, veistu hvernig staðan er á skorpulifurstilfellum síðan bjórinn var leyfður 1989? Efast um að það sé eitthvað stórt upp á við.  

Sverrir Þorleifsson, 19.10.2007 kl. 19:48

5 identicon

Þetta er meira ruglið í þessu fólki sem er tuðandi um það að þetta stuðli að meiri unglingadrykkju!! Heldur þetta fólk virkilega að unglingana sem langar á djammið og getur ekki reddað sér í "ríkinu" hangi bara heima edrú að horfá DVD? Nei, það hringir í vin sem þekkir gaur sem selur landa. Minnsta málið. Kvöldinu reddað. Landasalar í þessu landi eru að hafa það drullugott, punktur. hafa ekki undan við að framleiða.

Addi E (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 08:39

6 Smámynd: Zilly Ratt

Mikið er ég sammála um að selja eigi vín og bjór í stórmörkuðum alveg óþolandi þessi einokun á íslandi og þetta rok háa verð. Ég og konan mín vorum með matarboð á laugardagskvöldið og vantaði alveg rosalega rauðvín seint á laugardaginn en þá var vínbúðin lokuð og enga flösku hægt að fá. Ég bölvaði náttúrulega öllu sand og ösku því þetta finnst mér alveg með eindæmum fáránlegt að ekki skuli vera hægt að versla sér eina andskotans rauðnvínsflösku í stórmörkuðum. Það var nú bara þannig að maður á góða vini að sem sátu á flösku og redduðu mataveislunni.

Zilly Ratt, 21.10.2007 kl. 21:17

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, þeir sem finna til þorsta redda sér sopa - það má alltaf díla við einhvern vertinn að selja sér flösku á þreföldu heimsmarkaðsverði, ellegar rúnta á leigubíl til næsta landasala. Svo er alltaf valkostur að liggja bara með talsvert á lager, eiga fullan frysti af brennivíni og rekka af léttvínum eins og margir. Það hvetur líka til drykkju þegar nóg er til á heimilinu.

Seljum bara sopann í búðum og leyfum fólki að tala eilitla ábyrgð á eigin lífi, það hefur bara gott af því til tilbreytingar.

Svo er annað - hvað er þetta með 22% og undir? Það merkir að það má ekki selja Bacardi-romm á flöskum utan ÁTVR, en það má selja Breezer - sumsé, fólk má ekki blanda sér sjálft í glas, bara kaupa það forblandað á flöskum. Bara asnalegt.

Ingvar Valgeirsson, 22.10.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband