Efstir

Loksins - ég er búinn að halda úti bloggsíðu í ein 5 ár og aldrei getað glaðst yfir því að mínir menn í Liverpool vermi toppsæti enska boltans hérna á blogginu en núna er tækifærið og  smelli ég topp 5 hérna í því tilefni.

 

1. Liverpool 4 3 1 0 11:2 10

2. Arsenal 4 3 1 0 7:3 10

3. Everton 5 3 1 1 8:5 10

4. Chelsea 5 3 1 1 7:6 10

5. Man. City 5 3 0 2 4:2 9

og taka skal fram að þessi 2 mörk sem Liverpool hafa fengið á sig komu bæði úr vítaspyrnum - það seinna úr skandalsvítinu sem Chelsea fékk og dómarinn baðst svo afsökunar á að hafa dæmt.

Sumir hafa gagnrýnt kaup á leikmönnum liðsins en frammistaða þessara manna sýnir að réttir menn hafa verið keyptir og nefni ég sérstaklega Andriy Voronin sem hefur skorað 3 mörk og Fernando Torres sem líka hefur skorað 3

það er ekkert kalt á toppnum - stefnum á að vera þar sem lengst :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég skal vera fyrstur til að óska þér til hamingju með glæsilega byrjun, Sverrir minn. Þetta er frábært lið og besta lið Lpool síðan ´89. Ættuð í raun og veru að vera með fullt hús stiga. Stefnir allt í það með þessu framhaldi að þið hafið loxins efni á að kalla ykkur "besta lið í heimi". Kannski er stærsti kosturinn við þetta góða gengi ykkar manna að nú verður loxins hægt að ræða við Poolara á raunsæis nótum :) En já ég þarf að éta allt oní mig með Voronin, þar fékk ég heldur betur blauta tuskuna í andlitið :/ Ég mun ekkert hætta að hata þetta lið en dáist samt sem áður að þessu liði...einkennileg tilfinning. En verð samt að vera neikvæður líka og minna ykkur á það að 6 af þessum stigum eru gegn Sunderland og Derby. Svo náttlega ætti Blackburn að vera þarna efst með 11 stig ef 1 leik þeirra hefði ekki verið frestað, ekki satt? :D

Addi E (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

jújú Blackburn er lið sem ætti að vera þarna en tek það fram að Liverpool á inni leik líka :)

Sverrir Þorleifsson, 7.9.2007 kl. 22:40

3 identicon

Okkar lið byrja bæði vel :)

Magni Þór (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband